Menntamál - 01.03.1955, Page 40

Menntamál - 01.03.1955, Page 40
32 MENNTAMÁL störfum, en forhlé skulu gerð, áður en menn eru farnir að þreytast. Kennurum er bent á að athuga gaumgæfilega kaflann Nám í Mannþekking eftir Símon Jóh. Ágústsson og Náms- geta manna í Hugur og hönd eftir Poul Bahnsen. Flestum er kunn skrýtlan um „prestana“ við veginn. Þeir „vísa veginn, en ganga hann ekki“. Það er oft auð- velt að vísa veginn, en það er meira vert að ganga réttan veg, að sýna þekkingu sína í verki. Skárra er þó að vísa réttan veg heldur en rangan, jafnvel þótt „presturinn“ sé ófær að ganga hann. Ég hef kosið að minna hér á nokkrar hagnýtar námsreglur, sem flestum eru kunnar og þraut- reyndar bæði af leikum og lærðum. Því aðeins koma nýj- ungar að gagni, að nýtilegri geymd sé ekki kastað á glæ. Við samningu þessa greinakorns hef ég haft til hlið- sjónar Indlæringens Pædagogik eftir Rasmus Jakobsen i Psykologiske Studier, 2. Serie, Nr. 8. Kommission: Munks- gaards Forlag. Magnús Gíslason fyrv. skólastjóri er nýkominn heim frá Svíþjóð, en þar hefur hann dvalið frá því snemma s.l. sumar. Hefur hann nú tekið við námstjórastarfi við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík. Námskeið. Landsamband framhaldsskólakennara og fræðslumála- stjóri munu gangast fyrir námskeiði fyrir móðurmáls- kennara í júní n. k. Síðar verður skýrt nánar frá tilhög- un námskeiðsins, stað og tíma.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.