Menntamál - 01.03.1955, Side 47

Menntamál - 01.03.1955, Side 47
MENNTAMÁL 39 og kvenna. Eins og nærri má geta, svíður konum þetta mjög, á þessari öld frelsis og jafnréttis, og láta oft til sín heyra um þau efni. En ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki enn viljað viðurkenna á borði, að slíkar kröfur væru réttmætar. — Stjórn brezku kennarasamtakanna tjáði mér, að hún væri að sjálfsögðu hlynnt launalegu jafnrétti karla og kvenna, en fær ekki að gert. Ég læt svo frásögn minni lokið, þótt margt sé enn ósagt. Þessi Bretlandsdvöl mín er að sjálfsögðu fyrst og fremst persónulegur fengur fyrir mig. Ég varð þar fyrir ýmsum góðum áhrifum, kynntist þar svo mörgum, ágætum starfs- systkinum og naut svo mikillar vinsemdar þeirra og fyrir- greiðslu, að yfir það mun aldrei fyrnast í vitund minni. Hins vegar taldi ég rétt, og raunar skylt, að skýra nokkuð frá ýmsu, sem fyrir augu bar, ef það kynni að verða ein- hverjum til umhugsunar og fróðleiks. Eins og ég vænti, að frásögnin beri með sér, tel ég brezka skólastarfsemi í ýmsu mjög athyglisverða, — og í ýmsum greinum gæti hún verið okkur beinlínis til fyrir- myndar. En mest af öllu í starfi þeirra met ég þó hina miklu, siðlegu festu, sem hvarvetna er svo áberandi. Mér virðist það augljós sönnun þess, að Bretar leggja meiri áherzlu á uppeldi en ítroðslu. Mætti það verða okkur fyrir- mynd á komandi tímum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.