Menntamál - 01.03.1955, Side 51

Menntamál - 01.03.1955, Side 51
MENNTAMÁL 43 og hið síðasta í síðustu kennslustund vetrarins. I fyrstu kennslustund eftir jól báru nemendur saman þessi tvö sýnishorn og ákváðu þá nokkrir að breyta til og skrifa hér eftir formskrift. Þetta lét ég nemendur að öllu sjálf- ráða um. Mjög greinileg framför hafði átt’ sér stað hjá flestum nemendum, og ekki hvað sízt hjá þeim, sem léleg- ustu rithöndina höfðu. Veldur þar að sjálfsögðu miklu um, hve formskriftin er einföld. Þetta atriði finnst mér eitt af aðalkostum formskriftarinnar. Allir eiga auðvelt með að breyta um rithönd, en það tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma að fá sama skriftarhraða og áður. Hjá þeim, sem ekki kusu formskriftina, varð ekki vart við neina breyt- ingu á rithöndinni. Nemendum hætti ekki til að blanda skriftaraðferðunum saman. Áhættan virðist því engin, en ég var í byrjun uggandi um, að tilraun þessi hefði í för með sér breytingu á rithönd þeirra, sem óskuðu ekki að gera formskriftina að rithönd sinni. Bókaútgáfa í Kaupmannahöfn (Grafisk Forlag) hefur gefið út tvær bækur, sem fjalla um formskrift. Heita þær Formskrift (lærerens hæfte) og Formskrift (Selvstud- ium) og eru báðar eftir Alvhild Bjerkenes. Auðvelt er hverjum manni að læra formskriftina til hlítar eftir bók- um þessum. Bókinni Selvstudium fylgja 5 forskriftarhefti. Þær kosta hvor um sig tæpar 20 danskar krónur, og hægt er að kaupa þær eða láta útvega sér þær hjá öllum bóksöl- um, sem skipta við Danmörku. T. d. útvegaði Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar mér forskriftarheftin, sem áður er getið. Kostuðu þau 2,40 kr. heftið. Það vakti athygli margra kennara, sem skoðuðu skóla- sýninguna, sem haldin var í Osló í sambandi við 16. nor- ræna kennaramótið s. 1. sumar, að flest verkefni frá barnaskólum Oslóar voru skrifuð með formskrift, enda mun hún nú kennd við svo að segja alla barnaskólana þar, eftir því sem norskir kennarar hafa sagt mér. Sami áhugi virðist einnig fyrir henni í Danmörku. Kennarasamtök-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.