Menntamál - 01.03.1955, Page 54

Menntamál - 01.03.1955, Page 54
46 MENNTAMÁL þess að hafa leitað sérstaklega eftir kunnáttu og leikni nemenda, og bóndinn getur ekki sagt nákvæmlega um nyt kúa sinna án mælingar. Þannig er um hvað eina. Áhugi á félagskönnun fer nú mjög vaxandi, og helzt hann í hendur við aukna viðleitni til að neyta vísindalegra aðferða við að skipa samlífi manna. Ekki skulum við vænta hér neinna kraftaverka fremur en af öðrum fræði- legum aðferðum, en reyna að hafa gagn af því, sem gefst. Áður en langt líður, munu Menntamál gera gleggri grein fyrir þessum efnum, en hér fara á eftir nokkur sýnishorn um niðurstöður af félagskönnun í bekk í framhaldsskóla. Þar var leitað eftir tvennu, vinsældum nemenda og því, hversu vel þeir þættu til foringja fallnir. Síðan er dregin á blað afstaða nemendanna innbyrðis. Koma þar næsta glöggt fram vinsældir og óvinsældir, samheldni, klíkur og togstreita. Hver einstaklingur er auðkenndur með hring á myndunum, en talan í hringnum er einkennistala hans. Myndir af þessu tæi mætti ef til vill kalla tengslamyndir, á erlendum málum eru þær kallaðar „sociogröm". Á eftir- farandi myndum eru tveir bekkjunautar teknir sér, og ákveðin tengsl þeirra við bekkjunauta athuguð. Þessir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.