Menntamál - 01.03.1955, Side 55

Menntamál - 01.03.1955, Side 55
MENNTAMAL 47 nemendur eru nr. 17., sem flestir kjósa sér að félaga, og nr. 15, sem flestir kjósa að hafa ekki að félaga. Hver nemandi hefur kosið tvo til og tvo frá sem félaga. Örvar sýna, hvern veg atkvæðum er beint. Ef strik eru í stað örva, er kosning gagnkvæm. í bekk þessum voru 24 nemendur. Þriðjungur bekkjarins kýs nr. 17. að félaga. En auk þess skiptir máli, að hann er annar í röðinni, þeg- ar kjósa skal foringja, en nr. 12, 8, 20, og 6 fara næstir á eftir honum sem foringjaefni og eru þar í 8., 4., 5. og 6. sæti. Þannig er hann ekki aðeins langvinsælasti nem- andi bekkjarins, heldur eru með honum 5 af 6 helztu for- ingjunum. Aðstaða nr. 15 er öll önnur. Ekki færri en 10 af 23 bekkjasystkinum hans kjósa hann sízt að félaga. Einsætt er, hversu erfitt hlutskipti þessa nemanda er í bekknum. Nr. 17 er einn þeirra, sem kjósa hann frá. En nóg um það að sinni, ljóst mun vera, að hæpið muni að skylda börn til vistar í bekkjum við slíkar aðstæður, ef ekkert er að gert. En fyrst er að vita, hvernig unnt er að kanna þessi efni, og verður það væntanlega rakið betur í hausthefti Menntamála. Br. J.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.