Menntamál - 01.03.1955, Page 59

Menntamál - 01.03.1955, Page 59
MENNTAMÁL 51 stigs, gagnfræðastigs, barnaskólastigs) á Norðurlöndum, nema íslendingar hafa ekki enn gerzt aðilar að starfi þessu. Athyglisvert er einnig, að Norðurlöndin, önnur en ís- land, hafa opinberar rannsóknarstofnanir, sem verða sjálfkjörnir aðilar að starfi þessu, í Danmörku er Dan- marks pædagogiske forskningsinstitut, í Finnlandi In- stitutionen för pedagogik och didaktik við háskólann í Helsingfors, í Noregi var stofnað 1. okt. sérstakt rann- sóknarráð (statligt försöksrád) og í Svíþjóð Skolöverstyr- elsens försöksavdeling. Auk þess eru ýmsar rannsóknir gerðar að frumkvæði einstaklinga og skólanefnda, en það er að sjálfsögðu dreift, og hefur þegar komið í ljós, að sums staðar háir skortur á fræðilegri þekkingu og fræði- legum skilningi slíku starfi. Leitað var samvinnu við Islendinga um þátttöku að rannsóknarstarfi þessu, og munum við eflaust taka þátt í því, þegar aðstæður leyfa, og verður það vonandi fyrr en seinna. Fundur var í Stokkhólmi 4. jan. s. 1. Komu þar fulltrú- ar frá Danmörk, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og ræddu framtíðar verkefnin. í fyrsta lagi var ákveðið að afla glöggra gagna um þau rannsóknarstörf, sem nú eru unnin í þessum efnum á Norðurlöndum. Jafnframt voru rædd nokkur þau efni, sem brýnust þörf var talin að rannsaka. Menntamál munu skýra frá þessu starfi framvegis. Ólafur Björnsson prófessor er formaður íslandsdeildar Norrænu menningarnefndarinnar. Br. J.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.