Menntamál - 01.03.1955, Síða 65

Menntamál - 01.03.1955, Síða 65
MENNTAMÁL 57 Sambandsstjórnin hefur skrifað nefnd þeirri, er vinnur að endurskoðun launalaganna. Höfuðtillögur stjórnarinn- ar eru, að kennarar verði færðir úr 10. launaflokki í 8. launaflokk, og er þá miðað við flokkaskipan núgildandi launalaga og núverandi verðlag í landinu. Þessi tilfærsla er meðal annars rökstudd með því, að námstími til kennaraprófs hafi verið lengdur að mun, síð- an núgildandi launalög gengu í gildi. Kennarar hafi því nú lengri námsferil að baki en aðrir starfshópar í 10. launaflokki og einnig sé kennsla erfiðari og ábyrðgarmeiri en flest önnur störf. 2. Uppeldismálaþing og kennslutækjasýning. í júní n. k. er fyrirhugað að halda uppeldismálaþing. Stjórnin hefur ákveðið að koma á fót sýningu á kennslu- tækjum og öðrum skólanauðsynjum í sambandi við þingið. Stjórnin samþykkti að æskja þess, að fræðslumálastjóri tilnefndi mann í sýningarnefnd, sömuleiðis var þess farið á leit við fræðslufulltrúa Reykjavíkur, að hann tæki sæti í sýningarnefndinni, og einnig var Landssambandi fram- haldsskólakennara boðin þátttaka og að tilnefna mann í nefndina. Allir þessir aðilar urðu við tilmælum stjórnar S. f. B., og er nefndin þannig skipuð: Ingimar Jóhannesson, fulltrúi, Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Ilelgi Þorláksson frá L. S. F. K. og Árni Þórðarson og Pálmi Jósefsson frá S. í. B., en varamaður Frímann Jónasson. Nefndin hefur skipt með sér verkum, er Pálmi Jósefs- son formaður og Jónas B. Jónsson ritari. Nefndin væntir þess, að kennarar sendi henni ábend- ingar um kennslutæki og aðrar skólanauðsynjar, er þeir telja athyglisverðar og æskilegt að kynna á sýningunni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.