Menntamál - 01.08.1962, Page 9
MENNTAMÁL
99
lega hliðstæðar kröfum til stúdentsprófs menntaskólanna,
þótt sérgreinar hljóti að sjálfsögðu að verða nokkuð aðr-
ar. Ég tel miklu heppilegra, að þessi athugun hafi farið
fram, áður en málið er lagt fyrir Alþingi, en að hún verði
reglugerðaratriði, eftir að lög hafa verið samþykkt. Þess
vegna er menntamálaráðuneytið nú að ganga frá skipun
nefndar til þess að fjalla um þessi atriði, og munu eiga
sæti í henni, auk fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúar frá
Kennaraskólanum, menntaskólunum og háskólanum.
Að síðustu langar mig til að láta þess getið, að ég tel
aukningu og endurbætur á kennaranáminu, auk nýrra skil-
yrða fyrir kennara til að afla sér framhaldsmenntunar,
eitt brýnasta verkefni, sem nú sé þörf á að leysa í íslenzk-
um fræðslumálum. Ég vona, að næsta Alþingi setji löggjöf
um þetta efni, sem verða megi kennaramenntuninni og
kennarastéttinni til eflingar. Færi vel á því, að jafnframt
því, sem Kennaraskólinn flyzt í nýtt húsnæði á hausti
komanda, fengi hann nýja og bætta löggjöf til þess að
starfa eftir. Mætti þá segja, að stór spor væru stigin í
menntamálum íslenzkra kennara.