Menntamál - 01.08.1962, Side 14
104
MENNTAMÁL
gangi og getur beinlínis orðið skaðlegt, einkum fyrir býrj-
endur og lestreg börn.
Það má segja, að það sé raunaleg en þó kátbrosleg stað-
reynd, að við höfum nú búið við þetta kerfi í u. þ. b. 30
ár, og ég hef ekki ennþá heyrt, að fræðsluyfirvöld lands-
ins hafi gert nokkra tilraun til breytinga eða séu að vinna
að nokkrum breytingum á máli þessu. Veit ég þó, að mál
þetta hefur margsinnis verið rætt, en ekkert hefur gerzt.
Undirritaður hefur nýlega frétt, að reglugerð um próf
sé nú í endurskoðun hjá fræðslumálastjóra, og er vel, ef
satt reynist.
Ég ætla að kasta þessari spurningu fram hér og bið
ykkur að hugleiða hana í góðu tómi! Hvaða gildi hefur
það fyrir 7, 8, 9 og jafnvel 10 ára barn að geta böðlazt
yfir mikið lesefni á sem skemmstum tíma?
Sé einhver aldur til, sem þetta hefur minnsta þýðingu
fyrir, er það án efa þau árin, sem barnið er að nema
lestrartæknina. En eftir því sem árin færast yfir, verður
meiri og meiri þörf fyrir lestrarhraða.
Samkvæmt niðurstöðum athugana er gerðar voru á ein-
kunnum barna frá 7—12 ára á árunum 1948—1953 kem-
ur í ljós, að
99% 7 ára barna eru með undir 8,00 í einkunn
81% 8 — — — — — 8,00 - —
67% 9 — — — — — 8,00 - —
54% 10 — — — — — 8,00 - —
66% 11 — — — — — 8,00 - —
75% 12 — — — —- — 8,00 - —
Þar sjáum við, að það er fyrst við 10 ára aldurinn, sem
rúmlega helmingur barnanna kemst á það hraðastig, að
meta megi lesturinn svo nokkru nemi.
Ég hef eytt hér talsverðum tíma í lesturinn, en hann
er að mínu viti þýðingarmesta námsgrein barnaskólanna,