Menntamál - 01.08.1962, Page 29
MENNTAMÁL
119
Aðferðin er góð og gild. Hún gefur svo nákvæmar lausn-
ir sem hver kann að æskja, og hún er svo einföld, að
hún hæfir vel reikningsvélum. Líklega er hún allra að-
ferða elst, jafngildra, og ýmsir skólamenn í U. S. A. telja
hana eina við hæfi unglinga á skólaskyldualdri, til þess að
draga kvaðratrætur. Mörgum Evrópumanninum, sem gró-
inn er í þýzkri stranghyggju, er að vísu lítið um hana gefið,
hún er svo „narrensicher“.
III. Þríliða.
12 ára börnum og þaðanaf eldri, sem unnið hafa í skóla
(vinnubækur), kemur í hug að gera sér línurit af samstæð-
unum: hlið kvaðrats og flatarmál þess. Hafi þau ekki kvað-
rattöflu við höndina, reikna þau:
Hliðar, mældar í m.: 20 | 21 | 22 I 23 I 24 I 25
Flatarmál í ferm.: 400 I 441 I 484'I 529 I 576 | 625
þau draga línurit, líkt því sem III. mynd, A. sýnir, og
þó miklu stærra; merkja máltölur hliðanna á annan ásinn
og tölur flatarmálseininganna á hinn, og síðan draga þau
marklínuna, mjúkan boga.
y E. rmind.Æ E. miind.B.