Menntamál - 01.08.1962, Qupperneq 30
120
MENNTAMAL
Svona margar tölur eru teknar með, til þess að fá sveigju
marklínunnar sem réttasta, ella hefðu þrjár talnasamstæð-
ur nægt.
Ef línurit þetta er svo stórt sem vinnubókarblað leyfir,
og sæmilega dregið, má lesa af því:
22,3 < 500% < 22,4;
Þetta er hvorki nógu nákvæm lausn né nógu örugg, svo að
þau draga annað línurit, líkt III. mynd, B., yfir hliðar-
lengdirnar 22,3 til 22,4. Það er fimmtugasti hluti þess sviðs
sem fyrra línuritið tók yfir, og stefnubreyting (sveigja)
marklínunnar, á svo skömmum kafla, svo lítil, að ekki er
unnt að merkja hana á línuritið. Marklínan er því dregin
bein. Af þessu línuriti má greinilega lesa:
22,36 < 500% < 22,361;
Þótt teikningin sé lítt vönduð fæst þó allnákvæm útkoma
í annarri atrennu, en tíminn er dýrmætur og pappírinn
dýr, og þessar teikningar eru nokkuð stórtækar á hvort-
tveggja, — enda þarf varla oft að teikna. —
Milli Y ássins, marklínunnar og láréttu línanna, sem
merktar eru [X2 — Xi] og [X.-s — Xi], á III. mynd, B.,
eru tveir þríhyrningar eins lagaðir. Það liggur því í aug-
um uppi að
X2 — Xi svarar til Xs — Xi;
eins og Y2 — Yi svarar til Y:s — Yi;
Á myndinni eru þessar þríliðusetningar skrifaðar sem hlut-
fallsjöfnur, með nálgunarmerki, það er réttara, því
að marklínan er sveigð, svo að um fullan jöfnuð er ekki að
ræða. Hér er svo dæmið reiknað:
Köllum hlið garðlandsins x, hlið minni ferningsins 22, og
þess stærri 23 ; þá er:
500 - 484
22 -|- 23
= 22 4- 16 /45 ^ 22,36 ;