Menntamál - 01.08.1962, Side 41
MENNTAMÁL
131
Ætti að reikna þetta jafn nákvæmt á skólavísu, kostaði
það líklega á þriðja hundrað stafa útreikning.
Venjuleg viðfangsefni eru flest einhvers staðar milli
þessara tveggja og því auðveld. Skólareglingurinn gefur
því engan gaum, heldur ræðst á hvert verkefni með fyrir-
fram ákveðnum aðgerðum, hugsunarlaust.
VI. Verpilrót.
Hauksbók kennir drátt verpilróta, kúbíkróta (Verp-
ill = teningur (kúpus), sem varpað er í leik), og það hafa
flestar reikningsbækur gert, fram undir vora tíma, en nú
er sú kennsla víða niður felld, þrátt fyrir það að notkun
þess reiknings fer ört vaxandi með þróun allrar verktækni.
Vaxandi notkun töflubóka á 19. öld og í byrjun þessar-
ar aldar hefur eflaust ráðið þar miklu um, en nú þoka
töflurnar fyrir nómógrömmum, talnakvörðum (reikn-
ingsstokkum) og reikningsvélum. Nómógrömm og kvarð-
ar eru handhægari hjálpartæki en lógariþmatöflurnar, en
ekki jafn nákvæm (á kvarða verða aðeins lesnir 3 eða 4
fyrstu stafir lausnarinnar), svo að menn verða að kunna
tök á því að auka nákvæmnina þegar þörf gerist, en reikn-
ingsvélar gagna þeim lítið, sem ekki kunna að leggja verk-
efnin rétt fyrir þær. Skynsamleg reikningskunnátta er
allri alþýðu nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr, og blind
reikningsleikni óþarfari; og sú þróun mun enn lengi vara.
Afnámsaðferð við drátt kúbíkróta hefur ríkt í skólun-
um, eins og við drátt kvaðratróta. Það er eðlilegt, að hald-
ið sé áfram á þeirri braut, sem í upphafi var valin, enda
er aðferðin ljós og auðnumin, þótt hún sé óhóflega seinleg
og þreytandi. Sigurbjörn Á. Gíslason gerir þeirri aðferð
góð skil í reikningsbók sinni, sem fyrr var til vísað, og ég
sleppi henni því alveg, enda þótt hún sé flestum nemend-
um auðfundnust.
Þegar nemendur fá viðfangsefnið að reikna kantlengd
tenings, og vita aðeins rúmmál hans, sjá þeir auðvitað