Menntamál - 01.08.1962, Síða 55

Menntamál - 01.08.1962, Síða 55
MENNTAMÁL 145 ingar, — en þó virðist óheppilegast langvarandi tilfinn- ingalegt öryggisleysi, sem hefur lamandi áhrif á allan þroska barnsins og herjar mest þar á, sem það er veikast fyrir. Það er mjög áríðandi, að barninu finnist það alltaf hafa nógan tíma, þegar það segir frá einhverju, að á það sé hlust- að af eftirtekt og ánægju. Það ætti aldrei að biðja barnið að tala hægar, kingja áður en það talar eða anda djúpt eða yfhieitt að draga nokkra athygli að því, að það tali ekki nógu vel. Allar slíkar ráðleggingar gera aðeins illt verra. Þær eru fyrsta frækornið, sem sáð er í þann jarðveg, sem elur hræðsluna við talið, hræðsluna við að vera öðruvísi, að geta það elcki, sem hinir geta. I stað þess að gera mikið úr vanmætti barnsins til að tjá sig vafningalaust, þegar því er mikið niðri fyrir og þarf margt að segja, ætti að hlusta á það rólega og áhyggjulaust og beina síðan athygli þess að einhverju öðru, þangað til mesti ákafinn er liðinn hjá. Það ætti að nota hvert tækifæri til að tala við það, þegar það er rólegt og ánægt, eins og til dæmis á kvöldin, þegar það er háttað, satt og sælt og ró og friður er allt í krijig. Þá geta vísur og einfaldar sögur, sem móðir og barn hjálpast að við að fara með, haft mjög jákvæð áhrif á talöryggi barnsins. f hvert skipti, sem það talar rólega og hiklaust, styrkist það í listinni og fær meira öryggi, — fastara land undir fót. Ósjaldan rekumst við á fyrsta stigs stamara í yngstu bekkjum skólanna. Upphaf skólagöngu er alltaf stórt spor fyrir barnið. Það verður fyrir mörgum áhrifum samtímis, sem það þarf að vinna úr og samræma því, sem fyrir er. Það er því mikilvægt, að kennarinn sýni skilning á þessu vandamáli og leggi fram sinn skerf í baráttunni við að bægja hættunni frá barninu. Hann hjálpar því bezt með því að koma rólega og eðlilega fram og veita endurtekn- ingunum og hikinu enga eftirtekt. Hann ætti að forðast að 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.