Menntamál - 01.08.1962, Side 60
150
MENNTAMÁL
myndir, líkön og kort. Reynslan er því undirstaða orð-
skilningsins, en orðskilningurinn skilyrði alls æðra náms.
Ef tveir menn vilja skilja hvor annan fullkomlega,
verða báðir að nefna hlutina sömu nöfnum og gæta þess í
hvert skipti sem þeir taka sér orð í munn, að þeir geri
sér fulla grein fyrir öllu því, sem í orðinu felst. Á þessu
vill vera misbrestur, enda ekki svo auðvelt, og þess má
hvarvetna sjá dæmi, að misskilningur leiðir af sér röng
viðhorf og skapar jafnvel alvarlega árekstra. Það hlýtur
því að vera höfuðviðfangsefni sannrar menntunar að
koma í veg fyrir slíkan misskilning.
Samband okkar við umhverfið, hluti og atburði fáum
við um leiðir skynfæranna, með þeim skynjum við það,
sem síðar verður vitneskja. Það er einmitt þessi þróun frá
skynjun til skilnings og þau skilyrði, sem fyrir hendi þurfa
að vera til þess að hún geti farið fram, sem kennarinn
verður að gera sér grein fyrir, þegar hann velur sér
kennslutæki og ákveður, hvernig skuli beita þeim. Ég
skal nú gera tilraun til að skýra þessa þróun með ein-
faldri mynd og nokkrum orðum:
Margbrotið
A
Áreiti
MINNI
Einfalt
Áreiti er hver sá hlutur eða atburður, sem vekur at-
hygli okkar og andsvar. Því áhrifameira sem áreitið er,
því eftirminnilegri verður hugmyndin, sem það skilur eft-
ir. Skilningurinn á fyrirbærinu er svo undir því kominn, að