Menntamál - 01.08.1962, Page 76
166
MENNTAMÁL
Likan af víkingaaldarskála.
og bóndann í einni persónu, stöðu þrælsins og vald kon-
ungsins.
Þegar þessum undirbúningi er lokið, hefst safnferðin. Nú
getur hver nemandi gengið ótrauður til verks og skoðað
allt, sem að gagni má koma, teiknað og skrifað sér til
minnis og leitað upplýsinga um heimildabækur.
Þegar byrjað er að vinna að safnferð lokinni, fær hóp-
urinn, sem gera á grein fyrir ferðum víkinga, lánað landa-
kort til að setja í skuggamyndavél, sem kastar myndinni
á stóra pappírsörk, og nemendur draga útlínurnar á papp-
írinn með mjúkum blýanti, koli eða krít. Síðan er kortið
málað, og ferðir víkinga merktar með mislitum línum og
lítil spjöld með ártölunum límd á kortið, þar sem helztu
bardagar fóru fram, en víkingaskip, lituð og útklippt, límd
á leiðina, sem farin var. Víkingaskip er búið til úr balsa-
við og pappa, skjaldbyrt með seglum og árum. Skáli er
hlaðinn úr grjóti, sem límt er saman, innviðir eru úr tré,