Menntamál - 01.08.1962, Page 78
168
MENNTAMÁL
aðferðum. Sá tími er liðinn, þegar hægt var að þekkja allt.
Því margbrotnari sem þekkingin verður, því meira hlýtur
hún að skiptast milli einstaklinganna. Það er því ekki leng-
ur um að ræða að vita og muna allt, sem á þarf að halda,
heldur að vita, hvar á að leita þess. Skólarnir verða fyrir
alvöru að snúa sér að því að kenna hagnýt vinnubrögð,
kenna að leita heimilda og nota þær, leysa verkefni, sem
ekki eru aðeins fólgin í því að læra ákveðinn kafla í bók,
heldur að gera efninu persónuleg skil eftir að hafa fram-
kvæmt rannsókn á eigin spýtur. Til þess að þetta geti orð-
ið, verða skólarnir að eignast bókasöfn. Án bókasafna er
óhugsandi að halda uppi kennslu á grundvelli sjálfstæðra
athugana nemendanna.
Ég hef nú lokið við að lýsa stuttlega neðsta reit náms-
keilunnar, þeim námsaðferðum, sem byggja fyrst og fremst
á beinni reynslu. Næsta viðfangsefni er svo, hvernig læra
má af tæknilega eftirgerðum veruleika, en það verður að
bíða betri tíma.