Menntamál - 01.08.1962, Page 79
MENNTAMAL
169
EVA NORDLAND:
Þáttur kennaraskólans
í kennaramenntuninni.
Fyrirlestur, fluttur á námskeiði æfingakennara
í Kristiansand 20. sept. 1961.
1. Almenn kennaramenntun og sérmenntun.
Viðfangsefni okkar er endurnýjun kennaraskólanna
næstu tvo áratugina og það hlutverk þeirra að veita meiri-
hluta kennaraliðs okkar menntun, þ. e. barnakennurum og
meirihluta kennara við unglingaskólana.
Æskilegt er, að kennaraskólarnir verði liðir í frjálslegu
fræðslukerfi þannig, að æskufólk geti stundað nám í kenn-
araskóla í fullri vissu um það, að unnt sé að auka við þá
menntun eftir því sem áhugi og hæfni leyfir.
Það er ástæða til að ætla, að kennaranámið lengist á
þessum áratug þannig, að lágmarkstími verði fimm ár
fyrir þá, sem ekki hafa stúdentspróf, en þrjú ár fyrir þá,
sem hafa stúdentspróf.
Það er einnig ástæða til að ætla, að slík þriggja og fimm
ára menntun verði ekki veitt sem órofin heild, heldur verði
skipt í tvennt, almenna kennaramenntun og sérmenntun,
þar sem sú skipting samrýmist betur skólakerfinu. Kenn-
araneminn fær þannig menntun í almennu starfi kennara,
en getur að því loknu valið sérnám, þegar reynslan hefur
fært honum heim sanninn um það, hvaða svið hæfi honum
bezt.
Hugsanlegt er, að fleiri en ein tegund skiptinga milli al-
menns kennaranáms og sérnáms komi til greina, — t. d.