Menntamál - 01.08.1962, Side 85
MENNTAMÁL
175
Möguleiki til einbeitingar liggur í því, að aðalnáms-
greinarnar fái aukið svigrúm, en bein kennsla eigi sér að-
eins stað í fáum námsgreinum í senn.
Nokkrar námsgreinar kref jast reglubundinnar starfsemi
jafnframt beinni kennslu. Þekking og leikni í einstökum
greinum varðveitist og eykst aðeins með reglubundinni
þjálfun, t. d. móðurmáli. Gildi ýmissa námsgreina er fólgið
í iðkun þeirra, og á það t. d. við um tónlist, skapandi starf
ýmiss konar, líkamsæfingar og lestur bókmennta. Þeim
námsgreinum verður ekki þjappað saman á lítinn hluta
skólaársins.
Eigi að síður er mikilvægt að gera greinarmun á órof-
inni starfsemi í einni grein og beinni kennslu í henni. Hið
persónulega starf að tiltekinni grein getur hladið áfram,
eftir því sem áhugi nemanda endist og verið í tengslum við
annað nám, sem hann hefur með höndum.
Fasta stundaskrá fyrir bekk ætti hins vegar að semja
fyrir fáar námsgreinar í senn, en auk þess ætti að koma
þar fyrir tíma við störf og þjálfun með aðstoð, ef nauð-
syn er á stöðugri iðkun þeirra.
Hægt er að hugsa sér daglega starfsáætlun nemenda á
þessa leið: sjá töflu III.
Starfsaðferðirnar geta einnig stuðlað að alhliða þroska
persónuleikans, sem er takmark skólans. Þess vegna þarf
að skipuleggja skólastarfið þannig, að allir stundi sjálf-
stætt starf, taki þátt í samstarfi og persónuiegu skapandi
starfi.
Vitnisburðir verða að taka til alls námsefnis og náms-
tegunda, sem varða miklu í starfsemi skólans. Nemend-
urnir verða að fá skráð á skírteini sín vitnisburði fyrir
þá vinnu, sem þeir hafa leyst af hendi á ýmsum sviðum á
skólaárinu. Vitnisburður á prófi er heildarniðurstaða
slíks mats á störfum nemenda.