Menntamál - 01.08.1962, Page 96
186
MENNTAMÁL
ICARL FALK:
Þegnskaparuppeldi í skólum.
Framh.
Ef kennaranum finnst við eiga, getur hann síðar látið
nemendurna skrifa á blað skoðun sína á því, hvernig
þeir eigi að koma fram, þegar þeir ætla að sækja heim-
ildir og efni. Það verða nokkrar einfaldar reglur, venju-
lega eitthvað á þessa leið:
Við eigum að ganga um hljótt og skipulega.
Við eigum ekki að hrinda hvert öðru og hafa hátt.
Við eigum ekki að taka meira en við þurfum.
Blöðunum er safnað saman og þau geymd. Seinna er
svo hægt að vinna úr líkum reglum, sem byggðar eru á
meiri reynslu, sameiginleg ,,lög“ fyrir starfið, — hið
starfræna nám. Að þessu sinni er tilgangurinn eingöngu
sá, að gefa nemendunum tækifæri til að hugsa betur um
þá reynslu, sem þeir hafa hlotið.
Sú tilhögun, sem hér hefur verið lýst, er ekki nema að
litlu leyti lík því, sem fram fer, þegar um starfrænt
áhugasvið (interesseomráde) er að ræða. Mörg mikilvæg
atriði hafa ekki verið nefnd: undirbúningur, áhugavakn-
ing, áætlun, frásögn o. fl. Það, sem gerzt hefur, er nán-
ast hægt að skoða sem lítinn undirbúning. Ef byrjað
hefði verið strax á ákveðnu starfssviði, gat það auðveld-
lega haft þær afleiðingar, að athygli nemendanna tvístr-
aðist um of, vegna hinna mörgu nýju og mismunandi
áhugaefna. Nú hafa þeir í byrjun aðeins eitt áhugaefni:
að sækja sér þær heimildir og það efni til starfa, sem
hugurinn helzt girnist. Næsta viðfangsefni verður að
finna þá leið, sem bezt er, til að sækja það, sem hver og