Menntamál - 01.08.1962, Page 114
204
MENNTAMÁL
Jafnframt umræðum eða fyrirlestrum um þetta cfni, eru lieimsóttar
stofnanir fyrir t. cf. blinda og sjóndapra, heyrnarlausa og sjóndapra,
heyrnarlausa og heyrnardaufa, treggáfaða, einstaklinga með heila-
galla, málgalla, taugaveiklaða og andfélagslega, ýmsa aðra örðugleika
eða galla sem krefjast sérhjálpar, margs konar líkamlega ágalla, upp-
tökuheimili, fávitahæli o. fl.
Á fyrra námsári kennir próf. Ernst W. Selmer einnig hljóðfræði.
Verður byggt á því námi næsta vetur, eða á öðru námsári, en þá
verða gerðar sameiginlegar alhliða athuganir á málgöllum barna
og unglinga. Lesin verður Hándbok i jonetikk eftir Broch og Selnxer.
Þá er rækileg skrá um kennslubækur og æskilegar lesbækur.
í lok skólaársins verða lögð fyrir verkefni til skriflegra úrlausna úr
efni því sem flutt hefur verið í fyrirlestrum eða lesið. Nokkrum hluta
fyrirlestranna lýkur með skriflegum prófum. Allsherjarpróf verður
í lok fyrra skólaárs.
Öll starfræn kennsla, heimsóknir o. fl. jxví líkt fer fram á öðru
skólaári.