Menntamál - 01.08.1962, Síða 130
220
MENNTAMAL
RITFREGNIR.
ísak Jónsson: ÁTTHAGAFRÆÐI. Leiðbeiningar íyrir kennara
og foreldra. — Ríkisútgáfa námsbóka, Rvík. 1962, 254 bls.
ísak Jónsson þarf ekki að kynna. Á fjórða áratug hefur hann stund-
að barnakennslu liér í Reykjavík, stofnsett sinn eigin skóla og rekið
hann með þeim liætti, að til fyr-
irmyndar er. í um það bil þrjá-
tíu ár hefur hann verið æfinga-
kennari við Kennaraskóla Is-
lands og því liaft geysimikil áhrif
á kennarastétt landsins. Kynni
mín við ísak Jónsson eru stutt,
en engu að síður hefur mér ekki
dulizt, að hann er einkunt um
tvennt óvenjulegur maður.
Hann er óvenjumikill ídealisti
og hann er óvenju kraftmikill
athafnamaður. Og þó að hann
sé nú kominn af bernskuskeiði
og hafi starfað hér í nærfellt
fjörutíu ár, oft átt við mótvind
að stríða, eða það sem kannski
er engu betra, byrleysi lognmoll-
unnar, — verður þess enn ekki
vart, að hugsjónirnar hafi föln-
að né eldmóður athafnaseminnar kulnað. — Slíkt mun fágætt.
Um þriðja einkenni ísaks vissi ég ekki fyrr en nú á dögunum að
mér barst í hendur bók, sem hann hefur samið og nýlega cr út-
komin, — Átthagajrœði. — Hann er einnig fræðimaður, sem sveigt
hefur allt sitt kennslustarf undir aga vísindalegrar tilraunar.
Bók Isaks lætur ekki mikið yfir sér, hvorki að titl' né stærð. Og
þegar ég sá hana, hélt ég að hér væri um að ræða e. k. handbók fyrir
kennara í greininni Átthagafrceði. Þeirri kennslu var ég lítt kunnug-
ur, hélt satt að segja, að hún væri eins konar námskrydd fyrir unga
nemendur. Undrandi varð ég því, þegar ég fór að blaða í bók ísaks.
Hún cr í rauninni alls ekki átthagafræði, nema þá að sára litlu leyti.
Hún er rniklu meira. Hún er erfðaskrá reynds kennara til komandi
ísak Jónsson.