Menntamál - 01.08.1967, Side 24

Menntamál - 01.08.1967, Side 24
118 MENNTAMAL ekki raktar hér. Þess má þó geta, að frægur enskur stærð- fræðingur, John Wallis, kenndi í Englandi og skrifaði ítar- lega hljóðfræði, og í Hollandi kenndi svissneski læknirinn Conrad Amman og skrifaði merka bók, sem hann kallaði Surdus toquens, en það þýðir hinn talandi daufdumbi. Tímamót í sögu þessarar kennslu verða ekki fyrr en 1770, þegar fyrsti skóli fyrir mállausa var stofnaður í Frakklandi. Stofnandi hans var franskur munkur að nafni Le Epée. Hann var ríkur maður og gaf skólanum allar eigur sínar. Hann bjó til sérstakt bendinga- og merkjakerfi, og fór öll kennsla í skólanum fram á því. Einu eða tveimur árum seinna var skóli af sama tagi stofnaður í Leipzig. Stofn- andi hans var Samuel Heinice, en hann var einn af læri- sveinum Pestalozzis. Kennsluaðferð hans var allt önnur en Le Epée. Hann lagði mesta áherzlu á að kenna mállausum að tala. Kennsluaðferð hans hefur stundum verið kölluð die Mutter Metode eða móðuraðferðin, því hann taldi, að kennslan ætti að vera sem líkust því, þegar móðir talar við iítið barn sitt, og er sú kenning lians í fullu gildi enn í dag. Upp úr aldamótunum 1800 fór danskur læknir, Castberg að nafni, að gefa þessunr málum gaum og vildi fara að kynna sér jrær kennsluaðferðir, sem notaðar voru til að kenna mál- lausum. Heimildum lrer ekki saman um, hversvegna hann fór ekki til Leipzig, telja sumar heimildir, að Heinice hafi haldið kennsluaðferð sinni leyndri, og benda á, að það eina, sem um hana sé vitað, sé af bréfum, sem honum og Le Epée hafi farið á milli, en aðrir telja, að Castberg hafi átt þess kost að fara til náms í Leipzig, en vegna þess að kennslunni þar hafi þá verið allmjög aftur farið, enda Samuel Heinice þá látinn, hafi Castberg heldur kosið að stunda nám við Le Epée-skólann. En hvað sem rétt er í því, þá er víst, að Castberg lærði kennsluaðferð Le Epée og kenndi hana svo í Danmörku eftir heimkomuna, og var hún svo tekin upp við alla skóla á Norðurlöndum, þegar þeir tóku til starfa. Castberg beitti sér ötullega fyrir málstað hinna mállausu,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.