Menntamál - 01.08.1967, Side 26

Menntamál - 01.08.1967, Side 26
120 MENNTAMÁL dóttir Rasmus frá Reykhólum var í Kaupmannahöfn til að kynna sér kennslu heyrnardaufra árið 1899 og er sama ár settur kennari við skólann á Stóra-Hrauni. Árið 1909 er svo skólinn fluttur til Reykjavíkur, og tók frú Margrét þá við forstöðu hans og gegndi því starfi til ársins 1944. Þróun liennsluaðferða. Frá því kennsla af þessu tagi byrjaði hér á landi munu kennsluaðferðir lítið liafa breytzt lengi vel. Kennslan fór öll fram á fingra- og bendingamáli, að öllum líkindum óbreyttu frá því sem dr. Castberg lærði það í Le Epée skólanum í Frakklandi og minnzt hefur verið á ltér að framan. En svo var tekin upp alveg ný kennsluaðferð árið 1922. Þá var skólastjóri í Fredericia í Danmörku dr. Georg Forchhammer. Hann bjó til nýtt kennslukerfi, sem hann kallaði Mund-haand system. Nemendunum er þá kennt að tala, en um leið er þeim kennt að gera merki með fingrun- um fyrir þau hljóð málsins, sem erfiðast er að lesa af vörum, og verður sá, senr talar við nemendurna, einnig að gera þessi rnerki. Árið 1922 fór frú Margrét Rasmus námsferð til Dan- merkur og lærði áðurnefnt kennslukerfi. Dr. Forchhammer aðstoðaði hana við að laga það eftir íslenzku nráli, og var það síðan notað í skólanum hér í Reykjavík til ársins 1944, en þá var hætt við þessa kennsluaðferð og nemendunum kennt að tala án allra bendinga, að svo miklu leyti sem það er mögulegt, og heyrnarleifar barnanna notaðar með hjálp heyrnartækja eins mikið og hægt er. Orsakir heyrnardeyfu. Ég mun þá ekki hafa þetta yfirlit yfir sögu þessarar kennslu lengra, en fara nokkrum orðum um það, sem oft- ast veldur heyrnardeyfu. Orsökum heyrnardeyfu er oft skipt í tvo aðalflokka: Það, sem veldur meðfæddri heyrnardeyfu, og það, sem orsakar hana eftir fæðingu, sem er venjulega slys eða sjúkdómar, en

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.