Menntamál - 01.08.1967, Page 42

Menntamál - 01.08.1967, Page 42
136 MENNTAMÁL að veita þeim hér á landi, og nokkrir þeirra hafa lokið því og orðið nýtustu iðnaðarmenn. Fyrir tveimur árum var þeim heimilað að læra að aka bíl, og þar geta þeim opnast nokkrir atvinnumöguleikar, t. d. við að aka vörubílum. I öllum nágrannalöndum okkar og Bandaríkjunum hafa heyrnardaufir alllengi átt ltost á ökuréttindum. En vegna þess að því var almennt illa trúað hér á landi, að heyrnar- daufir væru færir um að aka bíl og var stranglega bannað það í umferðarlögunum, vil ég geta þess, að upplýsingum, sem safnað var frá ýmsum löndum um það, hvort slys voru algengari hjá heyrnardaufum en heyrandi bílstjórum, bar öllum saman um, að umferðarslys væru miklu fátíðari hjá lieyrnardaufum en heyrandi ökumönnum. í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýndu skýrzlur um þetta, að 4 af þúsundi heyrandi bílstjóra höfðu lent í umferðarslysum, en 0,4 af Joúsundi heyrnardaufra bílstjóra. Skýringin á þessu er vafa- laust sú, að sá sem er heyrnardaufur er þjálfaður í því frá blautu barnsbeini að treysta á sjónina til að forðast alla árekstra og utanaðkomandi hávaði truflar hann lítt eða ekki við akstur. Síðastliðin 20 ár hefur aldrei verið hörgull á að fá vinnu fyrir heyrnardaufa, enda hefur jafnan verið skortur á vinnu- afli í landinu. Þeir hafa yfirleitt orðið vel sjálfbjarga, þótt framtíðarmöguleikar þeirra hafi ekki verið margskonar og mikið vanti á, að skilyrði séu fyrir hendi til að hægt sé að láta hæfileika hvers og eins njóta sín til fullnustu. Samskipti almennings og heyrnardaufra. Þegar heyrnardaufir unglingar hafa lokið skólavist sinni og eiga að fara að spila á eigin spýtur verða ýmsir örðugleik- ar á vegi þeirra, og er þá mikið undir heyrandi meðbræðr- um þeirra komið, hvernig þeim vegnar. Það er alkunna, að flestum, sem í einhverju er áfátt eða eru öðruvísi en fólk er flest, hættir við að vanmeta og líta niður á sjálfa sig. Heyrnardaufir fara ekki varhluta af

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.