Menntamál - 01.08.1967, Qupperneq 42

Menntamál - 01.08.1967, Qupperneq 42
136 MENNTAMÁL að veita þeim hér á landi, og nokkrir þeirra hafa lokið því og orðið nýtustu iðnaðarmenn. Fyrir tveimur árum var þeim heimilað að læra að aka bíl, og þar geta þeim opnast nokkrir atvinnumöguleikar, t. d. við að aka vörubílum. I öllum nágrannalöndum okkar og Bandaríkjunum hafa heyrnardaufir alllengi átt ltost á ökuréttindum. En vegna þess að því var almennt illa trúað hér á landi, að heyrnar- daufir væru færir um að aka bíl og var stranglega bannað það í umferðarlögunum, vil ég geta þess, að upplýsingum, sem safnað var frá ýmsum löndum um það, hvort slys voru algengari hjá heyrnardaufum en heyrandi bílstjórum, bar öllum saman um, að umferðarslys væru miklu fátíðari hjá lieyrnardaufum en heyrandi ökumönnum. í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýndu skýrzlur um þetta, að 4 af þúsundi heyrandi bílstjóra höfðu lent í umferðarslysum, en 0,4 af Joúsundi heyrnardaufra bílstjóra. Skýringin á þessu er vafa- laust sú, að sá sem er heyrnardaufur er þjálfaður í því frá blautu barnsbeini að treysta á sjónina til að forðast alla árekstra og utanaðkomandi hávaði truflar hann lítt eða ekki við akstur. Síðastliðin 20 ár hefur aldrei verið hörgull á að fá vinnu fyrir heyrnardaufa, enda hefur jafnan verið skortur á vinnu- afli í landinu. Þeir hafa yfirleitt orðið vel sjálfbjarga, þótt framtíðarmöguleikar þeirra hafi ekki verið margskonar og mikið vanti á, að skilyrði séu fyrir hendi til að hægt sé að láta hæfileika hvers og eins njóta sín til fullnustu. Samskipti almennings og heyrnardaufra. Þegar heyrnardaufir unglingar hafa lokið skólavist sinni og eiga að fara að spila á eigin spýtur verða ýmsir örðugleik- ar á vegi þeirra, og er þá mikið undir heyrandi meðbræðr- um þeirra komið, hvernig þeim vegnar. Það er alkunna, að flestum, sem í einhverju er áfátt eða eru öðruvísi en fólk er flest, hættir við að vanmeta og líta niður á sjálfa sig. Heyrnardaufir fara ekki varhluta af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.