Menntamál - 01.08.1967, Page 55

Menntamál - 01.08.1967, Page 55
MENNTAMÁL 149 sem ganga undir ýmsum nöfnum. Má þar til nefna nýju aðferðina, endurbótaraðferðina, náttúrlegu aðferðina og munnlegu aðferðina (á ensku: new method, reform method, natural method, oral method). Öllum þessum afbrigðum er það sameigiiilegt, að þar er leitast við að koma nemendum í milliliðalaust samband við hið erlenda mál með jrví að skapa aðstæður, sem eiga að útskýra merkingu orðanna hverju sinni. Auk þess sem beina aðferðin leggur áherzlu á milliliðalaust samband við málið, dregur hún jafnframt úr eða útilokar alveg þýðingar og utanbókarnám málfræði- reglna; einnig notfærir hún sér stundum hljóðfræði og hljóðritun. Beina aðferðin hlaut mikla útbreiðslu í Evrópu á fyrri hluta þesarar aldar, en náði aldrei að ráði fótfestu í Ame- ríku, þótt hún hafi haft þar áhrif á síðari athuganir og til- lögur um kennsluaðferðir. Beina aðferðin er laus við tvo megingalla orðbeyginga- og þýðingaaðferðarinnar: beint málsamband kemur í stað málfræðijmlu, virk málnotkun í stað þýðingar. Aðaltilgang- ur beinu aðferðarinnar er að tengja orð og setningar við merkingar með hlutsýningu, bendingum og leikrænum til- burðum. Slíkt hefur jró því aðeins gildi, að þannig sé unnt að skýra merkingar orða nægilega. Beina aðferðin gerir jrær kröfur til kennara, að hann hafi til að bera einhverja leik- hæfileika og eigi auðvelt með að gæða tilbúnar aðstæður lífi. Versti galli aðferðarinnar er hættan á ofvirkni kennarans, sem neyðist oft til að eyða löngum tíma í skýringaathafnir meðan nemendur reyna að fylgjast með meira eða minna óvirkir. Þannig fer í útskýringar oft of langur tími, sem kæmi að betri notum með virkri þátttöku nemenda. Snjöll- um kennurum getur jró tekizt að ná sæmilegum árangri með beinu aðferðinni hjá bekkjum Jrar sem orðbeyginga- og þýðingaaðferðin væri gagnslítil. Heimsstyrjöldin síðari ýtti mjög undir tilraunir með nýj- ar aðferðir við málakennslu. Hermönnum þurfti að kenna

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.