Menntamál - 01.08.1967, Page 56

Menntamál - 01.08.1967, Page 56
150 MENNTAMÁL framandi mál á sem skemmstum tíma. Málvísindamönnum var falið að skipuleggja hagkvæm námskeið í ólíkustu tungu- málum. Farið var að leggja áherzlu á kennslu heilla setn- ingaforma, sem lærð voru utan að og margæfð og framburð- ur, formseinkenni og setningaskipan viðkomandi máls kennt á þeim grundvelli. Megináherzla var lögð á þrotlausa þjálf- un í að hlusta á hið erlenda mál og tala það. Aðferðir þær, sem þróuðust við þessar aðstæður, hafa síð- an verið endurbættar og prófaðar með ýmsum hætti. Ber hér einkum að nefna starf bandarískra málvísindamanna, en annarra þjóða menn hafa einnig lagt frarn drjúgan skerf. Þar sem kennsluaðferðir þessar byggjast einkurn á niður- stöðum nútíma málvísinda, mætti nefna þær einu nafni málvisindalegu aðferðina. Þjálfun í notkun setningaforma er eitt helzta einkenni þessarar aðferðar. Setningaform (e. sentence pattern) er ekki sama og setning, heldur form setninga, sú röð, sem hlutar setninga hljóta að fylgja samkvæmt venju. Setningar eru óteljandi, en setningaform næsta fá. I ensku eru grund- vallarsetningaform aðeins fjögur: (1) nafnorð -þ sögn (t. d. Birds sing), (2) nafnorð -þ sögn -þ lýsingarorð (t. d. Birds are beautiful), (3) nafnorð -þ áhrifslaus tengisögn nafn- orð (t. d. Canaries are birds) og (4) nafnorð -f- áhrifssögn -f- nafnorð (t. d. Ca?iaries eat, worms). (Sbr. Roberts: Patterns of English). Með því að þaulæfa þessi setningaform með innskotum og nýjum orðum næst furðufljótt árangur í nárni, sem síð- ur eða ekki næst með öðrum hætti, þ. e. venjur ná að skap- ast, en þær eru undirstaða þess, að mál verði manni eig- inlegt. Setningaform er bezt að kenna í samtalsformi. Pólskur kennari og málfræðingur, Leszek L. Szkutnik, hefur gerzt brautryðjandi um samningu slíkra samtalsæfinga. Hafa samtalsbækur birzt eftir hann, þar sem ensk setningaform eru kennd pólskum nemendum (t. d. „100 000 English Dia-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.