Menntamál - 01.08.1967, Side 58

Menntamál - 01.08.1967, Side 58
152 MENNTAMÁL þar viðbótarorð, sem setja má í stað undirstrikuðu orðanna á töflunni. í staðinn fyrir tonight má setja „this afternoon", „this evening“, „after lunch", „after tea“. í staðinn fyrir going to the pictures má setja „going to the theatre (opera, concert, cinema, party)“, „playing bridge (cards, bingo)“, „having lunch (dinner, supper, a rest) with Tom/Jane“. Kennarinn les þessi viðbótar- eða innskotsorð og útskýrir merkingu þeirra og bætir við öðrum útskýringum eða end- urtekningum eftir þörfum. Því næst hefst að nýju samtal kennara og nemenda í heild, en með þeim breytingum, að undirstrikuðu orðin í samtalinu eru látin víkja fyrir ein- hverjum viðbótarorðanna, t. d.: K: Are you busy this evening? N: Are you busy this evening? K: What are you doing? N: What are you doing? K: I’m going to the theatre. N: I'm going to the theatre, o. s. frv., o. s. frv. Samtalsæfingar þessar, sem allir nemendurnir taka þátt í samtímis, og sem eru eins konar inngangur að samtölum milli einstakra nemenda, hafa mikið gildi. Annars vegar festa þau í minni hið nýja s^tningarform (í þessu tilviki „present continuous" í framtíðarmerkingu) og einstök orð í tengslum við heilar setningar, hins vegar venja þær nem- endur við að tala á hinu nýja máli, hvetja þá til virkrar þátttöku og leitast við að eyða sálrænum hömlum, sem mjög oft standa í vegi fyrir slíkri þátttöku. Nauðsynlegt er, að hin sameiginlega endurtekning sé með réttum framburði og hreimi. Kennarinn leiðir endurtekn- ingarnar, sem ættu ekki að vera mjög háværar, svo að hann geti greint hvern „falskan tón“ líkt og stjórnandi hjá hljóm- sveit, leiðrétt þegar í stað og þannig komið í veg fyrir, að rangar málvenjur myndist. Þegar kennarinn er sannfærður um, að nemendurnir hafi skilið innihald samtalsins til hlítar, hefjast samtöl milli

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.