Menntamál - 01.08.1967, Page 59

Menntamál - 01.08.1967, Page 59
MENNTAMÁL 153 einstakra nemenda á sama hátt og áður milli kennara og nemenda. Ef nemendur eru fáir, er heppilegast að þeir skipi sér í hálfhring fyrir framan kennarann, þannig að hann eigi auðvelt með að nálgast þá. Hentugt er, að hver nemandi hafi númer, sem hann svari sem nafn hans væri, því að þannig fæst meiri hraði og regla í framkvæmd æfinganna. Til þess að samtölin verði ekki leiðigjörn, verður að gera þau breytileg. Það fæst með því að skipta stöðugt um við- ræðendur og nota samtölin sem í leik væri. Setjum svo, að nemendur séu 10, og hefur þá hver sitt númer frá 1 til 10. Skipting viðræðenda gæti þá verið m. a.: a) 1 talar við 2, 3 við 4, 5 við 6, 7 við 8, 9 við 10; b) 1 talar við 2, 2 við 3, 3 við 4, 4 við 5, 5 við 6, 6 við 7 o.s.frv. c) 1 talar við 5, 2 við 6, 3 við 7, 4 við 8, 5 við 10; d) 1 talar við 10, 2 við 9, 3 við 8, 4 við 7, 5 við 6; e) 1 velur sér viðræðanda að eigin vild, t. d. 5 (1 talar við 5), 5 velur sér viðræðanda, t. d. 7 (5 talar við 7), 7 velur sér viðræðanda, t. d. 5 (7 talar við 5), o. s. frv. f) einn svarar spurningum allra: — Sérhver nemandi í röðinni 1—10 beinir 1 eða 2 spurn- ingum til þess, sem gefur sig fram til að svara; — sérhver nemandi hefur rétt til án þess að sérstakri röð sé fylgt að bera fram eina eða fleiri spurningar við þann, sem gefur sig fram. Eftir að nemendur hafa þannig lært og þaulæft 100—120 samtalsform er svo unnt að hefja frjálsar samræður á grund- velli þeirra setningaforma og þess orðaforða, sem þeir hafa lært. Samtölin eru samin á eðlilegu máli og hafa mikið nota- gildi. Tilbúin sarntöl eru útilokuð, þ. e. gervisamtöl á borð við: Er þetta blýantur? Já, þetta er blýantur. Nei, þetta er ekki blýantur, þetta er penni. Er blýanturinn rauður? o. s. frv. Erfitt er að ímynda sér, að nokkrir tveir menn hefji samtal um rauða eða græna blýanta, þá er þeir hittast af tilviljun, ellegar kassa, sem ýmist er uppi á borði eða undir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.