Menntamál - 01.08.1967, Side 61

Menntamál - 01.08.1967, Side 61
MENNTAMÁL 155 ANDRI ÍSAKSSON: Samfélagsfræði í skóla Erindi, flutt á starfsfrceðslu- og félagsfrœðinámskeiði i Kennaraskóla íslands, 6. september 1966. Þess hefur verið farið á leit, að ég flytji hér svo- h'tið erindi um samfélags- fræði í skóla. Liggur þá iyrst fyrir að skýra lykilorð viðfangsefnisins. Hvað er samfélagsfræði? Ég nota orðið samfélags- fræði sem þýðingu erlenda heitisins sociologi, á ensku sociology, og miða hér í spjalli mínu við víðustu skýrgreiningu þess heitis. Ég hef kosið að þýða socio- logi með orðinu samfé- lagsfræði fremur en t. d. orðunum þjóðfélagsfræði eða mannfélagsfræði, ein- mitt vegna þess, að mér finnst samfélagsfræði ná víðari merkingu. Þjóðfélag merkir í minni vitund aðeins samfélag heillar þjóðar, og mannfélag samfélag allra manna, alls mannkyns. Þjóðfélag og mannfélag hljóta samkvæmt þess- um skilningi alltaf að vera samfélög, en á hinn bóginn eru til samfélög, sem hvorki eru þjóðfélög né mannfélag. Við hérna inni eru t. d. samfélag, en við getum naumast ætlazt

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.