Menntamál - 01.08.1967, Page 79

Menntamál - 01.08.1967, Page 79
MENNTAMÁL 173 Við æfingar í að svara spurningum þurfa mörg börn með lestrarörðugleika á skilningssviðinu sérstaka handleiðslu í listinni að meta, hvað er hagkvæmt og hvað óhagkvæmt miðað við ákveðinn tilgang. Þau þurfa einnig að fá að læra hraðlestrartækni, til þess að geta í snatri fundið svar við spurningu um aukaatriði eða til að fá almennt yfirlit yfir efni ákveðins texta. Spurningar, sem notaðar eru við æfingar í fyrst nefndri tegund hraðlestrar, byrja yfirleitt á orðunum: hvað, hver, livar og hvenær. Þessar spurningar hafa vitaskuld ákveðið gildi við byrjunarnám í listinni að lesa — fyrir þá, sem leita smáatriða. En þær hafa líka augljósar takmarkanir. Þær hvetja nemendurna venjulega aðeins til að leita að og end- urtaka það, sem þegar stendur í textanum. Spurningar til að eggja hugsunina. Spurningar af fyrrnefndu tagi hvetja ekki til sjálfstæðrar hugsunar. Vilji maður ná því marki, eru spurningar af gerð- inni: — Hvers vegna gerðist það? — Hvernig skeði það? tví- mælalaust miklu betri. Við margar lestraraðstæður hneigjast börn — jafnvel þau, sem hafa góða lestrartækni — til að gefa meiri gaum að aukaatriðum en æskilegt er. Kennarinn hefur þess vegna á öllum námsstigum það mikilvæga hlutverk að þroska hæfi- leika nemendanna til að meta í hve miklum mæli ná- kvæms lestrar er þörf við ákveðið lestrarverkefni. Mikil- vægi þess að gefa gaum að nákvæmum smáatriðum hlýtur auðvitað að vera rniklu meira, þegar um er að ræða að hag- nýta sér kökuuppskrift, heldur en að fá almennt yfirlit yfir efnið í frásögn. Það ber í öllum tilvikum að skoða það sem mikilvægt verkefni kennarans að leitast við að fá nemandann til að skilja það, að sá, sem skilur og man flest aukaatriðin í text- anum, er ekki skilyrðislaust dugmesti lesarinn og sá, sem les með mestum árangri. Sá sem nær mestum árangri og er

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.