Menntamál - 01.08.1967, Page 89

Menntamál - 01.08.1967, Page 89
MENNTAMÁL 183 hefði á þinginu og hvatti félagana til að vinna ötullega að því að efla þjóðernisvitund og ást til lands og þjóðar. Ólafiir S. Ólafsson, fornr. L.S.F.K., ræddi um þingstörfin. Taldi hann, að vel hefði tekizt um val málefna á þingið og afgreiðslu þeirra. Flutti hann þakkir til fundarmanna og starfsmanna og sleit síðan þinginu. Forsetar þingsins voru: Þórarinn Þórarinsson skólastjóri frá Eiðum, Þorgeir Ib- sen skólastjóri, Hafnarfirði, og Ingi Kristinsson skólastjóri, Reykjavík. Ritarar þingsins voru: Jón Árnason yfirkennari, Reykjavík, Ásmundur Krist- jánsson kennari, Reykjavík, Friðbjörn Benónísson kennari, Reykjavík. Fastur ritari ráðinn Ragnar Kristjánsson kennari, Rvík. Að þingi loknu voru heimsóttir tveir skólar í Hafnarfirði. Fyrst var komið í Lækjarskólann. Þar flutti ávarp Árni Grétar Finnsson formaður fræðsluráðs. Skólinn var skoðað- ur undir leiðsögn skólastjóra og yfirkennara. Síðan var kom- ið í Öldutúnsskólann. Þar var drukkið síðdegiskaffi í boði fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Gengið var um húsnæði skólans og skoðuð fjölbreytt og vönduð sýning á vinnu nemenda hans. Kennarar skólans veittu leiðsögn. Tillögur og ályktanir þingsins fara hér á eftir. Ályktanir 14. uppeldismdlapmgs Sambands islenzkra barna- kennara og Landssambands framhaldsskólakennara haldið i Melaskólanum dagana 3.-4. júní 1967. I Fjórtánda uppeldismálaþing S.I.B. og L.S.F.K. skorar á stjórnir samtakanna að beita sér fyrir eftirfarandi við yfir- stjórn menntamála:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.