Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1970, Page 11

Æskan - 01.11.1970, Page 11
ar, þar sem eitt sinn hafði verið hinn fagri rósagarður konungsins. Hann settist þar á stein milli þyrna og þistla og var þungt hugsi. „Hvers vegna ertu svona alvarlegur, ungi maður?“ var allt í einu spurt með lágri, hljómþýðri rödd. Hans horfði undrandi í kringum sig, en hann sá hvergi neinn. En skyndilega kom hann auga á undur Iftinn blóm- álf, sem sveif á milli þyrnanna Ijótu. Og nú sagði Hans álfinum alla raunasögu konungsins. „Já, þetta er allt mjög sorglegt," sagði blómálfurinn og var ekki síður hryggur en Hans. ,,Hér, þar sem við erum nú, var einmitt hinn undur fallegi rósagarður konungsins. En nú skal ég segja þér nokkuð. Hlustaðu bara á: Ég held ég viti, hvernig við getum eyðilagt áhrif galdranorn- arinnar og álög þau, sem hvíla á garðinum fagra.“ Svo hvíslaði blómálfurinn hugmynd sinni að Hans, sem þótti strax mikið til hennar koma. En Hans flýtti sér tafar- laust til konungsins og skýrði honum frá málavöxtum: „Yðar hátign!" kallaði Hans áður en hann var kominn inn úr dyrunum, því að hann var svo ákafur. „Hlustið þér nú á fnig stundarkorn: Ég þarf að fá hjá yður flokk her- manna til þess að sækja konungsrósina mína fögru, — stærsta runnann, sem til er ( garði mínum. Hermennirnir eiga auðvelt með að finna hana og flytja hingað. Siðan ætla ég að gróðursetja hana hér ( garðinum yðar. Því næst skulum við láta kallara yðar tilkynna öllum heiminum, að hin fegursta rós, sem til sé, blómstri á ný í garði kon- ungsins. Þá mun galdranornin reiðast heiftarlega og koma hingað tafarlaust til að kynna sér, hvað hafi gerzt. Blóm- álfurinn litli ætlar að hjálpa okkur. Því miður getur hann ekki létt álagavaldinu af staðnum, en hann getur látið rós- ina svörtu festa rætur og blómstra. Og því er nú einmitt þannig varið, að allar galdranornir eru hræddar við svartan lit. Þegar nornin vonda kemur, ætlar svo blómálfurinn góði að reyna með töfrasprota sínum að binda endi á galdra- mátt hennar.“ Konunginum leizt ágætlega á þessa ráðagerð. Hann skipaði þegar í stað nokkrum hermönnum að sækja kon- ungsrósarunnann heim til garðyrkjumannsins unga. Og her- mennirnir voru svo fljótir í förum á gæðingum sínum, að þeir komu aftur að kvöldi sama dags. Gerðu þá kallar- arnir strax öllum kunnugt, að fegurstu rósir í heimi yxu á ný í garði konungsins. Og eins og fyrr kom nú fólk á ný vfðs vegar að í stríðum straumum til konungshallarinnar, og allir dáðust mjög að fegurð hinna svörtu rósa. En allt í einu heyrðist ægilegt brak og brestir líkt og I æðisgengnu þrumuveðri. Himinn- inn myrkvaðist og eldingar leiftruðu í lofti. Það var galdra- nornin vonda, sem nú kom. En garðyrkjumaðurinn ungi og blómálfurinn góði voru við öllu búnir. Nornin kom þjót- andi á gandi sinum inn I garðinn. Hún hvæsti eins og dreki af reiði yfir þvi, sem kóngurinn hafði látið gera, og æddi í áttina til rósanna til að eyðileggja þær á ný. En þá veitti hún fyrst athygli hinum svörtu blómum og rak upp skerandi hræðsluóp: „Nei, nei, — ekki svartar, ekki svartar! Ég get ekki þolað þann lit. Hann sviptir mig töframætti mínurn." Hún reyndi að flýja, en gat það ekki. Hún var sem negld við jörðina. Og nú komu þau Hans og þlómálfurinn góði. Nú var þeirra rétti tími runninn upp til að eyða valdi nornarinnar vondu. Blómálfurinn litli, sem var raunar alltaf hin elskulegasta vera, var nú með biturt reiðiblik í augum, þegar hann leit til nornarinnar vondu. Og hann hóf upp blómálfa-töfrastafinn sinn og mælti: „Vaxið þið, rósir! Vaxið hratt og verðið stórar!" Og hvílíkt undur! Rósarunnarnir byrjuðu strax að vaxa með furðulegum hraða. Og það gerðist líka annað, sem ekki var síður undravert. Runnagreinarnar teygðu sig til nornarinnar og ófu sig utan um hana þéttar og þéttar, svo að hún gat ekki hreyft legg né lið. Og eftir nokkra stund höfðu greinarnar þrýst svo fast að henni, að hún þoldi það ekki, rak uþp skerandi óp og gaf upp andann. Jafnskjótt og nornin vonda var dauð, létti álagavaldi hennar af rósagarðinum fagra og hann varð á ný eins og hann hafði áður verið: fegursti rósagarður í heimi. Nei, sá næst fegursti verðum við líklega að segja núna. Kon- ungsrósin svarta var fegurri en nokkur önnur og mundi alltaf verða. Um það voru allir sammála. Konungurinn ýmist grét eða hló af gleði, þegar hann sá aftur rósirnar sínar fögru, sem honum þótti svo innilega vænt um. ,,Ó, hvílík fegurð!" andvörpuðu rósasérfræðingarnir. ,,Ó, hvílíkur fögnuður!" sögðu aðrir og klöppuðu saman höndunum. „Ó, hvilikur konungur!" mælti drottningin. Og nú fékk hún á ný fagra rós á hverjum morgni. En það bezta af öllu var þó það, að nú gekk kóngs- dóttirin góða, hún Kata, aftur út úr ibúð sinni. Og þegar hún sá Hans, garðyrkjumanninn unga, mælti hún fagnandi: „Þetta er sannarlega glæsilegur piltur! Ég vil gjarnan giftast honum.“ Og þannig lýkur þessu ævintýri, að Hans fékk að launum bæði kóngsdótturina og hálft kóngsrikið og sá um rósagarð konungsins af mikilli snilli i mörg, mörg ár. Og ef þú skyldir einhvern tlma sjá svarta rós, þá veiztu nú, hvaðan hún er komin, og að það er konungsrós. Þýtt. S. G.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.