Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 14
Mikið annríki hafði verið í húsagarðinum um dag-
inn, og nú stóðu þar þrjár snjókerlingar með
andlit úr smásteinum. Vinnunni höfðu stjórnað
tveir drengir; þeir voru orðnir átta ára og farnir
að ganga í skóla. Nú voru þeir í jólafrii. Hinir
drengirnir fjórir voru enn of ungir til að ganga í skóla, og
þess vegna voru þeir auðvitað ekki í jólafríi. Þeir höfðu
keppzt eins og þeir gátu við vinnuna og hiýtt skipunum
verkstjóranna af samvizkusemi. En nú var verkinu lokið og
fjórir drengjanna farnir burtu. Eftir voru tveir bræður, Palli
sex ára og Maggi fjögurra ára. Þeir áttu heima í kjallara
hússins og sátu nú á tröppunum. Það var farið að dimma,
og frostið herti því meir sem leið á daginn, og þeim var
báðum dálítið kalt. Maggi litli stakk höndunum með blaut-
um vettlingunum á milli hnjánna, hann sat I einum hnút,
og röddin var ekki laus við skjálfta, þegar hann sagði:
„Ættum við ekki að koma inn?“
Palli velti svarinu fyrir sér, honum var líka orðið kalt,
en hann vildi ekki viðurkenna það. Því síður vildi hann
kannast við, að hann gat varla hugsað sér að vera inni
í íbúðinni, því mamma var ekki heima og þá var allt svo
tómlegt þar inni.
En hvað mamma var búin að vera lengi, hún hafði farið
til ömmu strax eftir hádegið til þess að taka til hjá henni.
Amma var alltaf svo veik, og í dag var Þorláksmessa og í
kvöld kæmi pabbi af sjónum, og á morgun kæmu jólin.
Palli leit á Magga, sem nú var farinn að vola, og sagði:
„Við skulum koma inn og ná í peningana, sem við ætl-
uðum að kaupa jólagjöfina fyrir handa pabba og mömmu,
ég get alveg náð þeim úr bauknum."
Maggi hætti að gráta og þurrkaði sér um augun með
blautum vettlingnum. Þeir gengu inn í litlu íbúðina og
Palli fór að reyna að ná peningunum úr bauknum, en Maggi
stóð við ofninn á meðan. Smápeningarnir ultu út einn
eftir annan, amma hafði gefið þeim peninga í hvert sinn,
sem þeir heimsóttu hana.
„Við skulum leika okkur hérna inni, mig langar í mjólk,“
sagði Maggi, honum var farið að hlýna, og nú langaði
hann ekkert út í frostið aftur.
„Mamma gefur okkur að drekka, þegar hún kemur, og
það er svo stutt út í búðina á horninu, og svo sjáum við
jólasveininn, sem er þar í giugganum," sagði Palli. Hann
var búinn að ná öllum peningunum úr bauknum, það var
hann, sem var stóri bróðir og átti að gæta Magga, og nú
hafði hann ákveðið, að þeir færu tveir einir að kaupa jóla-
gjöf. Magga langaði ósköp mikið til að sjá jólasveininn,
sem stóð í glugganum og kinkaði kolli án afláts framan í
krakkana, sem flöttu nefin á rúðunni. Sum þau allra
minnstu trúðu því, að þetta væri alvörujólasveinn, og það
gerði Maggi á síðustu jólum, en nú vissi hann, að þetta
var rafmagnsjólasveinn, en það var alltaf gaman að horfa
á hann.
Bræðurnir leiddust eftir götunni, í flestum húsunum var
búið að koma fyrir jólaskreytingum og á mörgum trjám voru
mislitar perur, sem nú var búið að kveikja á. Svo komu
þeir út á aðalgötuna, þar voru verzlanirnar með glugga
sína skreytta í tilefni hátíðarinnar. Þeir námu staðar við
glugga leikfangabúðarinnar og virtu fyrir sér öll leikföng-
in þar.
„Ættum við að kaupa þennan lyftikrana?" Það var Maggi,
sem sagði þetta og horfði löngunarfullum augum é bláan
lyftikrana, sem leit út alveg eins og alvörukrani á dekkjum
og með stýri. „Óttalegur kjáni ertu, fullorðið fólk leikur
sér ekki að svona dóti, en það er ekki von, að þú skiljir
það, þú ert svo lítill," sagði Palli með lítilsvirðingu I rödd-
inni.
„Jú, víst,“ sagði Maggi, „mamma leikur sér oft að dót-
inu með okkur.“ Honum sárnaði, að Palli skyldi enn einu
sinni tala um, að hann væri lítill. Hann hafði undanfarið
hugsað mikið um, hvort hann gæti ekki orðið sjö ára á
næsta afmælisdegi, og helzt stærri en Palli.
„Þá er hún bara að leika við okkur,“ sagði Palii og dró
Magga með sér áfram.
Þeir voru ekki komnir langt, þegar þeir mættu dreng,
sem gekk álútur og horfði skimandi í kringum sig. Hann
var úlpulaus í kuldanum, í annarri hendinni hélt hann á
innkaupaneti, en hina hafði hann í vasanum.
„Týndirðu einhverju, Jonni?" spurði Palli. Þetta var ann- y
562