Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1970, Page 15

Æskan - 01.11.1970, Page 15
Sovézkur SIR K U S Á fimmtíu árum hefur sovézki sirkusinn náð dæmalaus- um árangri í sköpunarstarfi. Mörg þúsund manna her ágætra kunnáttumanna gleður áhorfendur með litríkri og jákvæðri list. Fyrsti sirkusskóli heims, sem starfar í Moskvu, hefur alið upp frækinn flokk hæfra listamanna, sem hafa borið hróður hans um mörg lönd. Nú starfa í Sovétríkjunum 50 fjölleikahús, 14 umferða- sirkusar, 13 dýrasirkusar og 50 hópar sem nefnast „Sirkus á leiksviði". Meira en 45 milljónir manna sækja á hverju ári sýningar allra þessara flokka. Listamenn sovézka sirk- usins gista allar álfur á hverju ári, eða meira en 20 þjóð- lönd, og er hvarvetna frábærlega vel tekið. Stjórnin hefur ákveðið að til viðbótar skuli reisa í Sovét- ríkjunum 60 ný fjölleikahús, búin nýtízku tækni. Af þeim hafa þegar verið tekin í notkun fjölleikahúsin í Kazan, Bakú, Donétsk cg Kújbisjéf. í Moskvu er verið að Ijúka við gríðar- mikla sirkusbyggingu með þremur sviðum, sem skipta má um; tekur hún 3000 manns í sæti. ar litlu drengjanna, sem hafði leikið sér með þeim fyrr um daginn. Þá hafði hann verið kátur og hlegið með hin- um drengjunum, en nú var hann hér grátandi. „Hafið þið séð svarta buddu? Ég týndi henni, og pabbi sendi mig út í búð til að kaupa kókakóla og sígarettur, hann var að koma af sjónum, og nú er hann svo æstur og reiður, að ég þori ekki heim. Mamma er að vinna, og kaup- maðurinn vill ekki lána mér þetta, af því að við skuldum svo mikið, og nú veit ég ekki, hvað ég á að gera.“ Jonni var farinn að hágráta, en Palli stóð ráðvilltur. Mamma var sennilega hjá ömmu ennþá og pabbi ekki kominn heim. Hann sá, að hann yrði að ráða fram úr þessum vanda sjálf- ur. Maggi átti gott að vera svona lítill, nú gat hann skoðað í búðarglugga á meðan þeir Jonni reyndu að ráða fram úr vandanum. Palli hefði feginri viljað vera fjögurra ára þessa stundina. Hann þekkti Jonna, hann var góður dreng- ur, sem aldrei var að hrekkja eða slást, og þeir voru jafngamlir. Hann þekkti líka föður Jonna, hann var á togara og varð oftast alveg hræðilega vondur, þegar hann var heima. „Við kaupum þetta fyrir þig, við hljótum að hafa nóga peninga fyrir gjöfinni fyrir því,“ sagði Palli, og þeir flýttu sér inn í búðina. „Fjórar flöskur og sígarettur," sagði Jonni, og Palli tíndi peningana upp úr vasa sinum. Þegar hann var búinn að borga, átti hann eftir nákvæmlega nfu krónur og Palli vissi vel, að þeir mundi ekki geta keypt neina gjöf fyrir svo lítið. Jonni þakkaði innilega fyrir og hljóp heimleiðis léttur í lund yfir að vera laus úr þessum vanda, en Palli stóð eftir, og nú var það hann, sem var gráti nær. „Við skulum koma heim til mömrnu," sagði hann og greip ( hönd Magga. Þegar þeir komu að útidyrunum, gerðist tvennt i sama bili, mamma kom heim og Palli brast í grát. Mamma settist með drenginn inni í hlýju eldhúsinu, en Maggi starði undrandi á, hann var löngu hættur að skilja, hvað um var að vera, en mundi nú aðeins eftir því, að hann var svangur. Þegar mamma hafði gefið drengj- unum brauð og mjólk, fékk hún að heyra alla söguna. „Við ætluðum að kaupa jólagjöf handa ykkur pabba ...“ „Við sáum lyftikrana," skaut Maggi inn í. Palli leit á hann með lítilsvirðingu. „Þegiðu, bjáninn þinn,“ sagði hann, og svo lauk hann frásögninni ótruflaður. Þegar mamma var búin að heyra alla söguna, sagði hún: „Þú borgaðir allt, sem Jonni átti að kaupa, til þess að pabbi hans yrði ekki reiður við hann. En nú sérðu eftir öllu saman vegna þess, að þú átt enga peninga eftir. Heldur þú, að nokkur megi sjá eftir að hafa gert góðverk? Ef þú hefðir verið i sporum Jonna, hefðir þú ekki viljað, að einhver hefði komið og hjálpað þér? Þú veizt vel, hver á afmæli á jólunum, og nú ætla ég að segja ykkur, hvað hann sagði einu sinni: „Gerið fyrir aðra það sem þið viljið, að aðrir geri fyrir ykkur. Nú hefur þú gefið Jesú- barninu jólagjöf, þegar þú hjálpaðir Jonna, en ef þú sérð eftir því, þá tekurðu gjöfina aftur, og það megum við aldrei gera. Og beztu gjöfina gefið þið okkur foreldrum ykkar með því að vera ævinlega góðir drengir." „Gott kvöld,“ það var pabbi, sem var kominn inn á mitt gólf, áður en þau vissu af, og nú fékk hann að heyra alla söguna. „Það gleður mig, að þú skyldir hjálpa Jonna, Palli minn,“ sagði pabbi. „Nú verða jólin miklu gleðilegri hjá okkur, af því að þú gerðir það. Á eftir förum við allir þrír niður í bæ, en mamma ætlar að vera heima á meðan og skreyta jólatréð. Þá skuluð þið kaupa eitthvað fallegt handa Jonna. Auðvitað kaupum við svo eitthvað handa mömmu, en við segjum ekki, hvað það verður," bætti pabbi við leyndar- dómsfullur á svip. Lilja Bergþórsdóttir. 563
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.