Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1970, Page 16

Æskan - 01.11.1970, Page 16
ÓLAFUR ÞORVALDSSON: EIN af sögum gamla mannsins Vor og kaldur vetur O Olafur Þorvaldsson. ÍKLEGA færi betur á að nefna það, sem hér verður sagt: „Lítil hugleiðing um elli og æsku,“ eða eitthvað í þá áttina. Þannig komst gamli maðurinn að orði, þegar ég kom til hans síðast, og ég var setztur í mitt gamla sæti, eftir að hann hafði sagt þetta venjulega: „Fáðu þér sæti.“ Þá vissi ég, að hann hafði eitthvað nýtt að segja mér. Sögur gamla mannsins voru engar slúðursögur um fólk- ið almennt eða næstu nágranna. Nei, nei, öðru nær. Sög- ur þær, sem þessi vinur minn sagði mér, þegar ég kom til hans, einkanlega í rökkrinu, særðu engan. Allar voru þær saklausar, og margt af því, sem þær fjölluðu um, hafði borið fyrir hann sjálfan fyrr eða seinna á ævinni. Þegar ég hafði komið mér vel fyrir í sætinu mínu and- spænis vini mínum, innti ég hann eftir, hvort sagna- brunnur hans, sem hann geymdi sögur sínar í, væri nri þurrausinn af öllum sögurn og ævintýrum. Þessu svaraði hann ekki alveg strax en segir svo von bráðar: „Líklega er allmjög farið að ganga á efni það, sem þú telur, að ég geymi eða hafi safnað í geymsluhólf það, sem þú nefndir sagnabrunn, en sem alltaf hefur heldur lítið verið í. Ég fer nú orðið svo lítið, og fáir koma til mín. Þess vegna bætast engar sögur við, og má segja: „Lítið var en lokið er.“ Ekki hafa allar þær sögur, sem ég hef sagt þér, borið fyrir sjálfan mig, heldur hef ég endur- sagt þér þær eftir öðrum, sem áður hafa sagt mér,“ sagði Björn, en svo hét þessi vinur minn. Og hann heldur áfram: „Svo er annað, að þeim virðist fækka ail ört, sem segja sögur, sem börn eða unglingar hafa gaman og nokkurt gagn af að heyra. En eitt get ég sagt þér og vil segja, að fáa áheyrendur hef ég haft betri, eða sem hafa hlustað með jafn mikilli og einlægari eftirtekt á sögur mínar sem margt barnið. Þau börn virðast hafa hlustað með augum jafnt sem eyrum, ég held með öilum líkarn- anum. Þeim börnum var gaman að segja sögur og ævin- týri. Ég held, „að hér liafi verið skipt um skreið og skotið í verri fiskum“, eins og segir í fornri vísu. Margt jrað, sem nú verður oft umtalsefni heimila, tel ég lítinn skaða, þótt börn ekki heyrðu. Jæja, ekki nægir þér, Baldur minn, formálinn einn, ef engin verður sagan, og skal ég nú reyna að komast að efninu.“ Hér gerði Björn hlé á máli sínu, og báðir þögðum við smá stund, unz liann hélt áfram frásögn sinni. „Svo sem þér er kunnugt, J>arf ég ekki að kvarta yfir gestagangi eða átroðningi, og þeir fáu, sem til mín koma, telja sig hafa einhver erindi, sem ég reyni að leysa úr eftir beztu getu og hef ánægju af. Á næstu grösum við mig, væri um grös að ræða, býr kona með tvær ungar dætur sínar, báðar innan tíu ára aldurs. Heitir önnur Rósa en hin Fjóla. Báðar eru þær, að ég ætla, mjög vel gefnar og íróðleiksfúsar. Mér er ekki svo ljóst, hvernig nokkur kunningsskapur myndaðist eða varð til okkar á millum. Ég held ]>að hafi orðið einhvern veginn ósjálfrátt, í rauninni man ég J>að ekki vel. Einhvern veginn fór J>að svo, að J>ær litu oítar og oftar inn í kompu mína, ýmist náði ég í þær eða þær drápu á dyr mínar. Mér var og er enn mikil ánægja að komu þeirra. Margt bar á góma. Þær sögðu og sögðu vel eitt og annað úr ]>eirra ungu ævi, spurðu um eitt og annað, og leysti ég úr eftir beztu getu. Stundum spurðu þær J>annig, einkurn sú eldri, að ég gat ekki gefið svar svo fullnægjandi væri, án ]>ess }>ó að um vitleysu væri að ræða. Ef til vill spurði lnin of vitur- lega, sem engan veginn er óþekkt fyrirbæri, „að barn spyrji svo, að vitringur fær ekki svarað". Af þessum fundum okkar hafði ég ávallt mikla ánægju, en ég óttaðist nokkuð, að öll eða mesta ánægjan væri mín megin, svo að þær fengju þá og J>egar nóg af að vera til lengdar í félagsskap jafn aldraðs manns, en mér til mikillar gleði ber ekkert á leiða þeirra enn þá. Þegar inn til mín kemur, er ekki margt né merkilegt að sjá, en flest af J>ví fannst J>eim J>ó framandi, og sumt fáséð J>eim. Roskið fólk, sem inn til mín rekst af ein- hverri slysni, sér fátt eða ekki neitt, sem vert sé athygli eða að skoðað sé. Nokkuð gegnir öðru með börn, sem segja má, að framandi séu í mannheimi, og að margt sé }>eim nýjung, sem fyrir augu J>eirra ber utan }>eirra eigin heimilis. Þótt munir mínar megi teljast fáir og fábrotnir, 564
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.