Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1970, Page 38

Æskan - 01.11.1970, Page 38
nllir kannast eflaust við hana Andersínu önd, þá góðu vinkonu Andrésar andar. Eitt sinn hélt hún dagbók, og um daginn, þegar ég komst með leyfi hennar í dagbókina, átti ég góðar stundir. Til þess að gefa ykkur aðeins innsýn í þessa skemmtilegu dag- bók skulum við fletta upp á 24. desember og athuga, hvað Andersína hefur þar að segja: Kæra dagbók. — Það er aðfangadagskvöld, klukkan að verða tólf, svo að ég verð víst að fara að sofa bráðlega. En áður ætla ég þó að spjalla svolítið við þig um allt það merkilegasta, sem komið hefur fyrir mig í dag. Eiginlega byrjaði þetta allt saman með því, að ég spurði ömmu að því, hvor ég mætti halda upp á jólin hjá henni. Ég vildi nefnilega hafa jól eins og þau tíðkuðust í gamla daga, virkilega róleg jól. Maður þarf nefnilega oft á góðri hvíld að halda, þegar maður býr í svo stórum bæ sem Andabænum. Ég vissi það líka, að jól í sveitinni eru, sú bezta hvíld, sem hægt er að fá. Já, dagbókin mín góð, ég trúði því þangað til i dag. En nú skaltu fá að heyra: Ég var sannarlega komin í jólaskap, þegar ég kom snemma í morgun hingað í sveitina til hennar ömmu og sá, að hún var búin að taka allt gamla jólaskrautið sitt upp úr kössunum. Ég hjálpaði henni við að setja skraut- leg kerti i kertaklemmurnar, og að því loknu sagði amma: — Nú vantar okkur aðeins sjálft jólatréð. Jóakim hafði reyndar lofað að senda rnér það. Ég varð nokkuð undrandi á að heyra þetta, því að eins og þú veizt, dagbókin mín, þá sækist Jóakim frændi lítt eftir því að senda eitt né neitt að gjöf, og um jólin er hann alltaf í svo afskaplega vondu skapi, vegna þess að það fer svo í taugarnar á honum að gefa gjafir. Þetta var nú meiri ferðin. Mér fannst brekkan aldrei ætla að taka enda. — Við skulum þá vona, að Jóakim frændi komi með stórt jólatré, svo að allt jólaskrautið þitt komist fyrir á því, sagði ég við ömmu. — Ég er alveg viss um, að hann kemur með stórt jóla- tré, svaraði amma. — Jóakim veit vel, að hér á bænum hefur jólatréð allt frá tímum mömmu, náð alveg til lofts. Já, kæra dagbók, þarna brást ömmu svo sannarlega bogalistin. Jólatréð, sem Jóakim frændi kom með í vagn- inum sínum skrautlega, með ökumanni og öllu tilheyrandi, var nefnilega ekki stærri en jurtapottaplanta. Eins og þú veizt, kæra dagbók, er amma ekki sú manngerð, sem sting- ur því undir stól, sem segja þarf, svo að hún sagði við Jóakim: — Ósköp er þetta fallegt lítið tré. Það hentar alveg til þess að standa á skúffuskápnum í gestaherberginu, þar sem Andersina getur glaðzt yfir því. — Ja .. . já . . . jú, en þú verður nú að skilja það, amma, muldraði Jóakim frændi. — Þú .. . þú verður bara að skilja það, að jólatré eru svo dýr nú í verðbólgunni. Svo held ég ... — Heldur þú kannski, að ég geri mig ánægða með að hafa þetta kríli i stóru stofunni minni, sagði amma hvöss. — Nei, vinur minn, það mátt þú ekki halda, — og ég skal segja þér eitt í fyllsta sannleika, Jóakim. Þú ert mjög nízkur. — Það hlýtur að vera ömurlegt að vera nízkur. Eftir að hafa sagt þetta strunsaði amma út úr stofunni, og skömmu siðar kom hún inn aftur með stærðar öxi í hendi, í ullarpeysu og með trefla handa okkur öllum þremur. — Þú neyðist til þess að koma með okkur Andersínu upp á Grenihæð og fella jólatré, sagði hún ákveðin við Jóakim, sem ekki þorði að mótmæla, og skömmu síðar þrömmuðum við þrjú gæsagang með ömmu i fararbroddi upp á Grenihæð, þar sem nokkur fögur grenitré stóðu. Úh . .. kæra dagbók, það var nú meiri ferðin. Mér fannst brekkan aldrei ætla að taka enda. En að lokum vorum við öll komin upp á hæðina og völdum stórt og fallegt tré. Ég er ekki alveg viss um, hvernig þau hin höfðu það, en ég veit fyrir víst, hvernig mér leið i fótunum eftir þessa löngu og ströngu ferð upp á hæðina. Við hófumst handa við að fella tréð, og brátt fór ég líka að finna til verkja í bakinu og í höndunum. Ég er nefnilega ekki vön skógarhöggi. Amma stóð sig langbezt, hún átti sannarlega ekki í erfið- leikum með að sveifla öxinni, enda leið ekki langur tími þar til tréð lá á jörðinni tilbúið til flutnings heim í hús. En hvernig áttum við nú að koma því heim? Við stóðum uppi á Grenihæð, og bærinn hennar ömmu virtist þaðan álíka stór og eldspýtustokkur. — Er það ætlun þín, amma, að við þrjú drögum alein petta stóra tré niður alla hæðina? stundi Jóakim frændi. — Aldeilis ekki, svaraði amma. Ég hef mínar hugmyndir, kæri Jóakim. Þær eru nokkuð sérstæðar og gamaldags, en þær eru mjög góðar. Nú hjálpið þið mér að snúa trénu við þannig, að mjórri endinn snúi móti dalnum, beint á móti húsinu mínu. Síðan rennum við trénu niður fönnina og sjá: það mun nema staðar við bæjardyrnar heima. 586
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.