Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1970, Side 64

Æskan - 01.11.1970, Side 64
Dagana 12. og 13. september fór fram í Kóngsbergi í Noregi keppni 11 og 12 ára barna í frjáisum iþróttum. Mót þetta er kallað „Andrésar andar leikarnir", því að fyrirtækið, sem gefur út Andrésar andar blöðin í Noregi, stendur fyrir þessu móti ásamt Frjálsiþróttasambandi Noregs. Tvö íslenzk börn voru boðin til mótsins, og urðu fyrir valinu þau María Guðjohnsen frá Reykjavík og Friðjón Bjarnason frá Borgarnesi. Fararstjóri barnanna var Sigurður Helgason. ÆSKAN hefur fengið þau Maríu og Friðjón til að segja frá ferðinni, sem var í alla staði mjög vel heppnuð. Lagt var af stað með flugvél Loftleiða frá Keflavíkurflugvelli kl. 9.30 að morgni fimmtudagsins 10. september. Okkur þótti einkennilegt, að flugvélin var skyndilega komin yfir Reykjavlk, sem við vissum að var ekki á leiðinni til Oslóar. En Sigurður sagði okkur, að þetta væri gert fyrir hina fjöl- mörgu erlendu ferðamenn, sem voru í flugvélinni. Það var gaman að fljúga yfir landið okkar og sjá húsin, vegina, jöklana og Heklu- hraunið nýja, kolsvart, en Hekla sjálf var að sjá eins og smáhóll úr svona mikilli hæð. Landið okkar hvarf nú brátt úr augsýn og við vorum stödd I 6000 m hæð yfir Atlantshafinu. Við létum fara vel um okkur í flugvélinni, enda gerðu flugfreyjurnar allt til að gera ferðina sem þægilegasta. Við vorum rétt búin að borða gómsætan mat, þegar vélin fór að rugga dálítið. Við litum niður og sáum fljótlega, að við vorum yfir hálendi Noregs. Flugvélin lækkaði nú flugið og allt í einu vorum við lent á flugvellinum við Osló I úrhellisrign- ingu eftir rúmlega þriggja stunda flug frá Reykjavlk. Við kvödd- um flugvélina okkar, hana Guðríði Þorbjarnardóttur, og héldum inn í flugstöðvarbygginguna. Þar tók á móti okkur maður, sem ók okkur til borgarinnar. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu, fórum við út að skoða borgina. Við sáum konungshöll- ina, þjóðminjasafnið, þjóðleikhúsið, ráðhúsið og margt fleira. Einnig fórum við I verzlanir. Ef til vill var skemmtilegast að fara með neðanjarðarbraut upp í hinn fræga Vigelandsgarð og skoða öll listaverkin þar. Þegar við komum heim á hótelið, beið kvöldverðurinn okkar. Síðan fórum við að sofa. Morguninn eftir kom maðurinn aftur, sem sótti okkur á flug- völlinn, og nú ók hann með okkur í mjög stóra verzlun. Við höfðum ekki mikinn tíma, því að klukkan 12 áttum við að leggja af stað til Kóngsbergs. Auðvitað héldum við, að við ættum að fara þangað með venjulegum áætlunarbll. Þess vegna urðum við mjög undrandi, þegar við sáum, að bíllinn, sem beið við hótelið, var allur skreyttur með myndum af Andrési önd og fleiri persónum úr sögum Walt Disneys. Við kvöddum nú leiðsögu- mann okkar, sem gaf okkur að skilnaði fallega silfurskeið með merki norska frjálsíþróttasambandsins. Við ókum nú sem leið liggur til Kóngsbergs, sem er 80 km frá Osló. Á leiðinni fórum við fram hjá mörgum sveitabýlum, sem öll voru eins máluð, íbúðarhúsin hvít en útihúsin rauð. Lands- lagið var fallegt, en samt fannst okkur einkennilegt að sjá engin eiginleg fjöll, aðeins skógi vaxnar hæðir. Það var auðséð, að hátíð fór I hönd í Kóngsbergi, þegar við komum þangað. Öll aðalgata bæjarins var skreytt með myndum af Andrési önd og félögum hans. Við bjuggum á nýju hóteli, sem heitir Hótel Saga. Fyrir framan gluggana var foss í ánni, sem rennur um miðja borgina. Við hvíldum okkur vel allan þennan dag, því að daginn eftir var keppnin. Og um kvöldið áður en við fórum að sofa nuddaði Sigurður þreytuna úr fótunum á okkur. Við vöknuðum snemma vel hvíld, en dálítið spennt. Við vorum dálítið kvíðin fyrir því, að ef til vill myndum við ekki standa okkur nógu vel. Keppendur voru 450 frá öllum Norðurlöndunum og 612
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.