Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 69

Æskan - 01.11.1970, Qupperneq 69
Þessi köttur, sem við sjáum hér á myndinni, er ekki sá gamli, illræmdi íslenzki jólaköttur, sem sagt var aö tæki þau börn, sem enga nýja spjör fengu fyrir jólin. Nei, hann er víst enskur þessi, og hann er búinn til úr fiösku, sem máluð er hvít með svörtum röndum. Þess- ar rendur mætti gera með svörtum límborða. Hausinn er gúmmíbolti, en veiðihárin eru títu- prjónar. Fæturnir eru papparör og eyrun eru líka úr pappa. Augu, nasir og munnur eru klippt úr svörtum pappír og límd á boltann, — einnig mætti mála allt þetta á hausinn með svörtum þekjulit. ÞriSji leiSangur FRAM var til SuSur-íshafsins, undir stjórn Roald Amundsens, hins fræga heimskautafara, 'árin 1910—1912. För Amundsens varð ekki síður fræg en för Nansens. Skipið komst lengra suður en nokkurt annað skip hafði áður komizt, og sjálfur komst Amundsen, ásamt fjór- um mönnum á Suðurpólinn, fyrstur allra manna. Hélt hann þar kyrru fyrir í fjóra daga, til þess að gera vísindalegar athuganir. Frá þessu öllu segir Amundsen ýtarlega í ferða- sögu sinni. Þegar litið er á þessa leiðangra FRAM, þessa leiðangra, sem borið hafa nafn Noregs um allan hinn menntaða heim, er hreint ekki að undra, þótt skútan sé í heiðri höfð og minning þeirra manna, sem stjórnuðu þeim, og fyrst og fremst eiga heiðurinn skilið. Enda er strax augljóst, að allt kapp er á það lagt. Eins og áður getur, má þarna sjá flest af þeim tækjum, sem notuð voru í rannsóknarferðum þessum. Þar er og fallega komið fyrir stórum og vel gerðum styttum af for- ingjum og öðrum þekktum þátttakendum. Einnig eru þar margar Ijósmyndir, málverk og stór kort, sem sýna leiðir þær, sem skipið fór í öllum þessum ferðum. Virtist mér, að þarna væri íshafshetjunum reistur bæði verðugur og óbrotgjarn minnisvarði. FRAM var byggt í Larvik af frábærri vandvirkni, samkv. reynslu norskra veiðimanna og fyrirsögn Nansens sjálfs, og er talið meistaraverk norskrar skipasmíðalistar. Lengd þess er 39 metrar, breidd 11 m, en dýpt 5,25 m. Burðar- magn var 800 smálestir. Til þess að gefa hugmynd um gerð skipsins má geta, að hliðar þess eru þrefaldar, allar úr völdum viði með sérstakri einangrun á milli laga, og er þykkt þeirra 81 cm. Allt annað mun hafa verið í sam- ræmi við þetta. FRAM var dregið á land upp I Byggðeyjarnesi árið 1936, og tók rúma tvo mánuði að koma þvi á þann stað, sem þvi var ætlaður. Síðan var hið sérkennilega hús byggt yfir það. Sextíu og tveir byggingameistarar tóku þátt í keppn- inni um gerð þess. Húsið er 60 metra langt, 25 m breitt og 27 metra hátt. Tugþúsundir manna, innlendra og erlendra, koma ár- lega til að sjá hið fræga skip og minnast afreka hinna hraustu og djörfu sona Noregs, sem borið hafa hróður hans út um víða veröld. KONTIKI-húsið er örskammt frá FRAM-húsinu og lætur fjarska lítið yfir sér. Engu að síður á litli, lágreisti ,,balsa“- flekinn, sem þar er fyrir komið, sína merku og sérstæðu sögu, og þótti þess verður að vera settur við hlið frægustu íleyja Noregs. Sögu hans þekkja flestir, því að hún er ekki eldri en frá 1947 og margrædd og lesin í öllum menningar- löndum. Hún verður þvi ekki rakin hér, heldur aðeins drepið á nokkur atriði með fáum orðum. Eins og kunnugt er, tóku sex menn þátt í þessum sér- kennilega leiðangri, og var foringi hans hinn ungi, norski ævintýra- og vísindamaður, Thor Heyerdal. Hann stofnaði til leiðangursins í þeim tilgangi að sanna þá kenningu sína, sem vísindamenn yfirleitt höfðu afneitað, að hinir fornu íbúar Perú, Inkarnir, hefðu komizt á balsaflekum yfir hið mikla haf til Suðurhafseyja, og flutt þangað sína sérstæðu menningu. Heyerdal þóttist finna svo margt skoðun sinni til sönnunar, að hann hreint og beint stóðst ekki mátið að freista að sanna hana i verki. Og honum tókst það líka með ágætum, þótt fæstir gerðu ráð fyrir, að þeir félagarnir mundu heilir heim koma úr hinni miklu og einstæðu háska- för. Að afstöðnum löngum og erfiðum undirbúningi var lagt frá landi 28. apríl 1947, frá borginni Callo í Perú. Og eftlr níutíu og þriggja daga afar erfiða og sögulega siglingu sáu þeir félagar land á Suðurhafseyjum. Nokkrum dögum seinna, eða eftir 101 dag frá því að þeir lögðu af stað, rak flekann á grunn á kóralrifi við eyjuna Raoia. Þeir kom- ust síðar klakklaust yfir rifið, með allt sitt hafurtask, og náðu vinsamlegu sambandi við eyjarskeggja. Frá allri þess- ari einstæðu för segir Thor Heyerdal á mjög eftirminnileg- an hátt í bók sinni ,,Með KONTIKI yfir Kyrrahaf". Þannig sýndi hinn ungi, norski fullhugi, eins og raunar ýmsir höfðu gert fyrr, að með áræði og einbeittum vilja má ná glæsilegum árangri, sem lifir, þótt aldir liði. Á ókomnum öldum munu menn því geta séð í Byggð- eyjarnesi litla, lágreista flekann, sem bar félagana sex yfir Kyrrahaf á rúmum hundrað dögum árið 1947, og sönn- uðu, að ævaforn menningarþjóð, Inkarnir, fóru á sama hátt yfir hið úfna haf og fluttu menningu sína til hinna fjarlægu eyja. Framhald. Sigurður Gunnarsson. J 617
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.