Skírnir - 01.08.1917, Qupperneq 48
270 Páll postuli og söfnuðurinn 1 Korintuborg. [Skírnir
tók trú1), ekki heldur Gajua, Fortunatus, Klóe né Akkai-
kus, sem allir eru nefndir hjá Páli. Mörg smáatvik í bréf-
um Páls styrkja mjög áreiðanleik Postulasögunnar, en því
verður ekki heldur neitað, að sumstaðar ber nokkuð-
á milli.
Það er svo að sjá, sem Páli hafi orðið allmikið ágengt
í Korintuborg. Á það bendir t. d. sýnin, sem okkur er
skýrt frá í Post. 18, 9 n. Vafalaust hefir honum þó orð-
ið mest ágengt meðal lægri flokka íbúanna, verkamanna,
þræla og handverksmanna. »Þér eruð ekki margir vitrir
að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stór-
ættaðir«, segir hann í 1 Kor. 1, 26. En þessi orð benda
um leið í þá átt, að meðal þeirra hafi þó sumir verið af
hetri ættum og hærra settir í mannfélaginu, enda sumir
nefndir eins og t. d. Krispus, Erastus og Stefanas.
Postulasagan skýrir annars lítið frá viðburðum á þessu
tímabili, sem Páll dvaldi í Korintu. Er það skaði mikill,-
því að vafalaust hefir margt sögulegt gerst. En svona
ófullkomin er þekking vor á þessu tímabili. Það eru að
eins einstakir viðburðir, sem geymst hafa. Ef vér athug-
um upptalningu Páls í 2 Kor. 11, 23—33, og hugleiðum,
að fæst af þeim stórviðburðum er okkur að nokkru öðru
kunnugt en af þeirri upptalningu, þá getum vér séð hve
margir hroðaviðburðir og stórkostlegar frásögur eru huld-
ar myrkri.
Postulasagan skýrir oss frá einum viðburði undir lok
dvalar Páls í Korintu2). Gyðingarnir risu upp gegn Páli
og kærðu hann fyrir Gallio landsstjóra. Sá Gallio var'
bróðir heimspekingsins fræga, Seneka. Liklegt er að
Gallio hafi verið nýkominn að völdum, og Gyðingarnir
hafi þvi vonast til að hann mundi fremur sinna kærum
þeirra, þar sem hann var ókunnugur. En það fór á ann-
an veg. Gallio rak þá öfuga burtu, og það eina kynlegs
við viðburðinn er það, að Gyðingar skyldu ekki þekkja
Rómverjann nógu vel til þess að vita að svo mundi fara.
‘) 1 Kor. 16, 16 n. 2) PoBt. 18, 12-17.