Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 52
274 Páll postuli og söfuuðurinn i Koriutuborg. [Skirnir
hann var burtu farinn. En hitt má og vel vera, að hanrs
haíi einmitt af þeirri ástæðu flýtt sér burt, að hann iiaíí
séð þessa hættu vofa yfir. Það liefir vafalaust verið af
þvi, að honum hefir mislíkað þessar aðfarir Korintumanna,
að »hann var alls ófáanlegur til að fara« þangað, fyrr en
endi væri bundinn á þessar deilur, eins og Páll skrifar í
1 Kor. 16, 12. Það má og sjá það livarvetna af orðum
Páls, er hann nefnir Apollós, að þeir hafa verið í bezta
samlyndi. Hann hvetur Apollós til að fara til Korintu1),.
og hann segir: »Eg gróðursetti, Apollós vökvaði-----------sá
sem gróðursetur og sá sem vökvar eru eitt«2). Þannig
liefði Páll ekki getað skrifað, ef bann hefði fundið nokk'
urn mun á fagnaðarerindi sínu og lians. Munurinn hefir
legið eingöngu í búningnum og prédikunaraðferðinni.
Þegar tveir flokkar voru myndaðir, eigum vér mjög
liægt með að gera oss grein fyrir myndun þriðja flokks-
ins, Kefasflokksins. Það hafa verið ýmsir innan safnaðar-
ins, sem hafa tekið að prédika það, að hvorki Páll né-
Apollós væru í rauninni postular eða verulegir leiðtogar.
Það væru eingöngu frumpostularnir, sem ættu það skilið.
Það væri því óþárft að vera að deila um þá Pál og Ap-
ollós, og betra að halda sér við upphaflegu leiðtogana, og
þá fyrst og fremst postulaforingjann Pétur8). Mætti geta
þess til að Gyðingarnir innan safnaðarins hefðu gengið
bezt fram í því að mynda þennan flokk, og vera í hon-
um. Gæti það bent í þá átt, að hebreska myndiu, Kefas,
er notuð í nafni flokksins. Má vera að Pétur hafi um
þessar mundir komið til Korintuborgar, og flokkurinn haft
við það myndast, en algjörlega er það óvíst og næsta
ólíklegt. Enda óþarft til að skýra myndun flokksins.
Oliklegt væri, ef ekki óhugsandi, að Páll mintist engu orði
á það í bréfinu, þar sem hann talar um flokkadrættina,.
og starf sitt og Apollós4).
*) 1 Kor. 16, 12. 3) 1 Kor. 3, 6, 8. 3) Kefas er hin liebreska mynd
nafnsins, Pétur hin gríska. 4) Það hefir verið nefnt til þess að styðja
þessa skoðun, að Pétur heföi komið til Korintu, að Dionysius frú Kor-
iutu, sem ritar undir lok 2. aldar, segir að Korintusöfnuðurinn sé stofn-