Skírnir - 01.08.1917, Síða 54
276 Páll postuli og söfnuðurinn i Korintuborg. [Skirnir
orðunum: »Eg er Krists* í 1 Kor. 1, 12? Sumir vilja
..gera þau að viðbót afritara, sem hafi viljað sýna réttu
leiðina gagnvart ílokkadráttunum í Korintu. En slíks ger-
ist engin þörf. Lang líklegast er, að ýmsir hafi verið í
söfnuðinum í Korintuborg, sem höfðu megna óbeit á fiokka-
dráttunum, og vildu því engan flokkinn fjdla. Þessir
menu hafa svo verið að reyna að sýna fram á, að Krist-
ur væri sá eini leiðtogi og konungur hinna kristnu. Þessir,
sem Páll nefnir í 1 Kor. 1, 12 og höfðu orðtakið »eg er
Krists«, hafa því ekki verið sérstakur flokkur, heldur þeir,
sem voru utan fiokkadráttanna, og vildu engan af postul-
unum taka fram yfir aunan. Og Páll hefir vafalaust verið
þeim hjartanlega sammála, og ekkert undur að hann vís-
-vitandi teflir sem mestu í þeirra hendur.
Flokkadrættirnir ristu engan veginn svo djúpt, að
söfnuðurinn klofnaði. En þeir voru samt mjög iskyggi-
legir, og sízt fyrir að synja, að hið versta hlytist af þeim.
Páll réði það því af, er hann hafði fengið fréttirnar, að
senda Tímóteus þegar í stað til Korintuborgar til þess
að reyna að kippa þessu í lag. Sú ferð er vafalaust hin
sama, sem getið er í Post. 19, 22, og Páll hefir gert ráð
fyrir, að honum dveldist allmjög á leiðinni. Plann skrif-
ar 1 Kor. nokkru síðar, en býst samt við, að það muni
koma til Korintuborgar á undan honum.
Líkindi1 eru til að skömmu eftir burtför Tímóteusar
hafi Páll fengið greinilegri fréttir frá söfnuðunum í Kor-
intu, með öðrum mönnum þaðan. Hann sýnist hafa sent
Tímóteus eingöngu vegna flokkadráttanna, en í 1 Kor
getur hann um margt fleira, sem aflaga fari, auk þess
sem hann svarar bréfi Korintumanna. Mætti þar fyrst
og fremst nefna atyrði hans út af ósiðseminni innan safn-
aðarins og því, live linlega söfnuðurinn skerist í það mál.
Það hefir yfirleitt verið mjcg erfitt fyrir Korintumenn að
skilja strangleika Páls í þessu efni. Það var alment litið
svo á meðal þeirra, að lausung og ósiðsemi væri skaðlaus
eða mjög væg yfirsjón, og það að svala fýsnum sínum
væri líkt eins og að seðja hungur sitt. Ekki var því