Skírnir - 01.08.1917, Síða 58
280 Páll postuli og söfnuðurmn í Korintuborg. [Skírnir
bréfi lians, og létu í Ijósi á allan mögulegan hátt áhuga-
sinn og hollustu við Pál1), jáínvél tneira en hann hefði
óskað2). Hann kallar þá hrósunarefni sitt3) segir að Titus-
hafi verið huggaður af þeiin4); hann segir að þeir hafi í
ö 11 u sýnt að þeir séu hreinir5) það gleðji sig að liann
geti i ö 11 u borið traust til þeirra8); þeir séu auðugir í
öllu, að trú, og að orði, og að þekkingu og í hvers konar
áhuga og í elsku þeirra til sin7). Það er auðsjáanlega hið
tryggasta og innilegasta samkomulag milli Páls og safn-
aðarins þegar þetta er ritað. En í 10—-13 kveður vi5
annað lag. Þar er postulinn auðsjáanlega ekki að tala--
urn það sem sé umliðið, og hann því geti litið á glaður eins
og yfirstiginn örðugleika. Hann er þar auðsjáanlega enn þá
mitt í stríðinu, og hann veit ekki hvernig það munikunna
að enda, hann veit ekki nema óvinir hans fái yfirhöndinar
og söfnuðurinn komist út á villibraut8). Hann er si og æ
að tala um þann strangleika, sem hann muni beita þegar
hann komi, en í 8 kap. er hann að eggja Korintumenn á
það, að auðsýna vægð. Yfirleitt þarf naumast annað en
lesa bréfið með athygli, og bera saman andann sem ríkir
í 1.—9. kap. og svo aftur í 10—13, til þess að sannfærast
um, hve afarerfitt er að hugsa sér að þetta sé sama bréfið,
ritað í sama sinn og með sama ástand fyrir augum.
Sé því nú svona farið, að 10.—13. kap. séu sérstakt
bréf, þá leikur naumast nokkur vafi á því, að þeir eru ein-
mitt sama bréfið sem Páll getur um í 2 Kor. 2, 4 og 7, 8.
Þeir koma heim við lýsingu lians á þessu bréfi, og þeir
hljóta að vera skrifaðir á undan 2 Kor. 1—9, því að öðr-
um kosti yrðum vér að hugsa oss enn þá eitt uppþot
gegn Páli í Korintu, en það vitum vér ekki til að yröi.
I þessum fjórum síðustu kapítulum í 2 Kor., eigum
vér því nálega vafalaust bréfið, sem Páll skrifar söfnuð-
inum milli 1. og 2. Korintubréfs, svo kallaða. Þetta er
afar mikilsvirði fyrir okkur, því að þá eigum vér í þesstt
>) 2 Kor. 7, 7 n n. 2) 2 Kor. 2, 6 n. 3) 2 Kor. 1, 14. *) 2 Koiv
7, 7. 6) 2 Kor. 7, 11. 6) 2 Kor. 7, 16. ’) 2 Kor. 8, 7. R) Sjá t. d. 2r
Kor. 10, 2, 6; 11, 3, 20; 12, 11; 13, 2, 3, 6.