Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 80
302 Guðmundur Magnússon sagnaskáld. ' [Skirnir
enda þótt sagnaheimildirnar geri það ekki og beri vitni
um ýmislega veikleika hjá honum á efri árum. í lieild
sinni er samt þessi bók Jóns Trausta mikið og merkilegt
verk. Séra Jón heitinn Bjarnason taldi Skaftáreldasög-
urnar stærsta skáldverk nýislenzkra bókmenta. Annar
prestur, sá sem nú býr á stöðvum þeim, sem sagan mest
lýsir, séra * Magnús Bjarnason á Prestsbakka, sagði um
fyrra bindi Skaftáreldasagnanna, eftir að hann hafði lesið'
bókina í þriðja sinn, og þá upphátt fyrir fólki sínut
». . . Mér þótti hún strax góð, er eg las hana fyrst, enn
betri, er eg las hana í annað sinn og langbezt nú, er eg
las hana í þriðja sinni, en það er einkenni góðra bóka,.
að þær vinna við ítrekaðan lestur . . . Hún sækir í sig
veðrið eftir þvi sem á hana líður og nær hástigi sínu b
»Eldmessunni», sem er stórfalleg . . . en sögulokin þar á'
eftir, um legu Guðrúnar á Prestsbakka og veru Vigfúsar
þar, varpa mildum og angurblíðum blæ á alt það stór-
fenglega, hrikalega og hrottalega, sem á undan er gengið
í viðburðum sögunnar, bæði i náttúrunnar riki og mann-
Jífinu, og sefar og kemur í jafnvægi skapsmunum lesand-
ans, svo að hann rór og ánægður leggur aftur bókina«.
Hann segir og, að höf. hafi »snildarlega tekist að sýna
hjátrú og hugsanalíf þátiðarinnar og flétta hinum stór-
fenglegu náttúruviðburðum innan um söguviðburðina, svo
að hvorttveggja fær eins og blæ og lit af hinu og má ekki
án þess vera«. (Lögr. 5. marz 1913). Þennan dóm séra
M. B. um bókina tel eg réttan.
Annars kann eg ekki um það að dæma, hve réttum
tökum Jón Trausti hefir náð á því, að lýsa menning og
hugsunarhætti liðinna alda rétt og nákvæmlega. Til þess
að dæma um það þarf meira en almenna þekkingu á
sögu landsins. Hann hefir á síðari árum sökt sér mjög
niður í lestur íslenzkra sagnarita, og hann hefir jafnan
ferðast um þau svæði, sem sögur hans segja frá, áður en
hann fer að skrifa um þau og viðburði þá, sem þar hafa
gerst, t. d. dvaldi hann um tíma austur í Skaftafellssýslu'
og fór þar víða um, meðan hann var að búa sig undir að>