Skírnir - 01.08.1917, Side 88
310
Utan úr heimi.
Skirnir
er ástandið til muna glœsilegra til sjálfbjargar hvað kjötinu við-
víkur, því Englendingar verða að sækja % af öllu því kjöti, sem þeir
þurfa, til annara þjóða. Ástandið er því þannig, að ef aðflutning,-
ar brigðust svo sem þriggja mánaða tíma, væri óumfl/janleg hung-
ursneyð í landinu.
Ofriðurinn — ekki hvað síst kafbátahernaöurinn — hefir tekið
af öll tvímæli með það, að hór þarf skjótra og góðra umbóta við.
Etjórnin enska hefir því kvatt nefndir manna til að rannsaka
hvernig ástandið sé á ýmsum sviðum í ríkinu og koma fram með
tillögur til umbóta.
Landbúnaðurinn borgar sig svo illa á Englandi, að bændum og
verkamönnum fækkar ár frá ári. Hefir því stjórninni komið til
hugar að slá tvær flugur í einu höggi á þann hátt að láta sem
flesta að unt er af hermönnum þeim, er heilir koma úr ófriðnum,
eiga kost á að ta atvinnu við landbúnaö. Stjórnin álítur sér
nefnilega skylt að sjá hermönnunum fyiir vinnu, er þeir koma
aftur — og húu álítur sór líka skylt að styðja landbúnaðinn. En
til þess að hermennirnir gangi að þessum kosti, þarf þrent að gera:
í fyrsta lagi þarf að sjá þeim fyrir sæmilegum launum. I
öðru lagi þarf að sjá þeim fyrir sæmilegu húsnæði, — og í þriðja
lagi þarf að búa svo um hnútana, að þeir með dugnaði og spar-
semi geti orðið sjálfstæðir menn er stundir líða, geti eignast jarð-
arskika.
Borgun fyrir landbúnaðarstörf er mjög lág á Englandi í sam-
anburði við borgun fyrir aðrar iðnir. Árið 1907 voru meðal karl-
mannsvinnulaun á viku frá 14—20 shillings (sh. = 90 aurar), sum-
part greitt í peningum og sumpart í hlunnindum, en sjálfur á
verkamaðurinn að sjá sór fyrir fæði, húsnæði og þjónustu. Ein-
stöku maður fókk hærri verkalaun. En fjöldamargir urðu að vinna
frá morgni til kvölds fyrir 12—13 shillings á viku. Frá 1907 til
1913 hækkuöu verkalaunin um hórumbil 7%, en allar lífsnauðsynj-
ar hœkkuðu samtímis í verði um 7,2%, svo að í raun réttri voru
verkalaunin lægri 1913 en 1907. Þess ber og að gæta, að af þess-
um launum á verkamaöurinn ekki einungis að sjá sjálfum sór far-
borða, heldur og fjölskyldu sinni, ef hann ekki vill lifa ógiftur alla
æfi. Og má nærri geta hvílík afkoma það er.
Þá er að víkja að húsakynnum þeim, sem þessi verkamanna-
lyður elur aldur sinn f. í grend við stórbýlin »the manors« eru
venjulega bygðir fleiri eða færri smákofar (cottages) handa verka-
fólki húsbændanna (the squires). í mörgum af kofum þessum er