Skírnir - 01.08.1917, Qupperneq 94
316
TJtan úr lieimi.
[Skirnir
Til þess nú að koma á verulegri samvinnu, er geti miðað í
þessa átt, meðal beggja aðila — auðs og vinnu — o: vinnuveitenda
og vinnuþiggjenda, leggur nefndin til, að skipaðar sóu nefndir í
hverri iðngrein, og eigi umboðsmenn beggja aðila sæti í nefndun-
um. Eiga svo nefndir þessar að halda jafnaðarlega fundi og ræða
um alt það, er að iðninni Jýtur. Skulu þá báðir aðilar gera hver
öðrum fulla skilagrein fyrir ástæðum sínum, kröfum sínum og öllu
því, er að rekstri iðnaðarins lýtur: framleiðslukostnaði, markaðs-
verði vörunnar, ágóða o. s. frv. Og ætti þá fullkomin samvinna
að geta átt sér stað milli beggja aðila. Þá er og ráðið til að stofna
tvær stjórnardeildir. Ætti önnur að hafa með höndum mál vinnu-
veitenda og hin mál vinnuþiggjenda, og ætti svo hvor deildin um
sig að bera hag skjólstæðinga sinna fyrir brjósti. Þessar tvær
stjórnardeildir ættu svo að eiga sór yfirstjórnardeild (Supreme Board
of Control) sem kæmi samræmi á störf beggja hinna deildanna. í
sambandi við þessar stjórnardeildir ættu svo að vera hóraðsdeildir
og landsdeildir, sem gætu tekið höndum saman á ýmsum sviðum,
er að atvinnumálum lúta, bæði viðvíkjandi löggjöf, er snerti at-
vinnumál, og viðvíkjandi sórfræðslu iðnaðarmanna. En henni er í
mörgu stórum ábótavant.
Það yrði oflangt mál að skýra hór frá þessu fyrirhugaða skipu-
lagi út í æsar. En aðalatriðiu eru þau, sem nú hafa talin verið.
Er það auðsætt, að markmið breytinga þeirra, sem hór er
stungið upp á, er það, að auka og efla s a m ú ð þjóðfólagsins í
heild slnni, og brjóta á bak aftur stéttaríg þann, er nú er einvald-
ur í landi og að meira eða minna leyti þröskuldur í vegi fyrir
hverskonar framförum.
IV. Skólafræðsla og iðnnám unglinga. Eitt af
þeim mörgu sviðurn, sem Englendingar eru nú að ræða um að
endurbóta þurfi, er barna- og unglingafræðsla. Svo er um þá grein,
að alt er þar í góðu lagi hvað æðri stóttunum viðvikur, en þær
stóttir manna, sem ekki hafa efni á að kosta börn sín til neins
náms, eru fjölmennar, og ríkið hefir að svo komnu einungis sóð
börnum þeirrra stótta fyrir fræðslu í barnaskólum til 14 ára aldurs.
Þegar börnin hafa lokið námi í barnaskólanum, er þeim svo-
að segja hleypt út á gaddinn. Ríkið sór þeim ekki fyrir neinnl
áframhaldandi kenslu, hvorki bóklegri nó verklegri, og algengast er
sagt að það só, að börnin eigi þá sjálf að sjá sór fyrir atvinnu, og
má nærri geta hvílíkt ráðlag muni vera á slíku. Fer oftast svo,
að þau læra enga vinnu og gleyma því litla, sem þau hafa lært í