Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1919, Page 100

Skírnir - 01.01.1919, Page 100
Skirnir] Ritfregnir. Öá BÓr sína framsetningu og sinn málblœ — það er líkaminn, sem sálin íklæðist. Hjá höf. ísl. sagna var bann leikrænn, hjá flestum nýrrl skáldsagnahöf. Ijóðrænn, og þ. á. m. í Fóstbræðrum. lteyndar er stundum talað um sögustíl á sumum nyrri ritum uorrænum. En það, sem menn hafa kallað svo t. d. hjá Björnson og Ibsen, er í rauninni alls ekki sögustíll. En það er Ijóst dæmi þess, hvað sá, sem skapa vill sór þróttmikinn og fagrau stíl, getur lært af forn* bókmentunum, þegar fífill þeirra var fegurstur, ef hann skilur þær og kann að handleika á sjálfstæðan hátt. Að sutnu leyti er þessi misskilningur líka sprottinn af því, að menn hafa blandað saman stíl og máli í þrengri merkingu. Forn málseinkenni hafa margir reynt að tileinka sór bæði hór og annarstaðar, yfirleitt og í ritum um forn efni. En þótt eg þykist þess fullviss, að fornsögurnar, ásamt þjóðsögunum, þurfi hver maður að kynna sór, sem vill auðga og efla styrk sinn í íslenzkri tungu, er eg G. G. samt öðrum þræðl þakklátur fyrir, hvað lítið hann hefir reynt að koma fornum blæ á mál sitt í Fóstbræðrum. Fyrst og fremst af því, að úr því verður oftast nær ópersónulegur utangarnastíll, ósamstæð þvæla af fornu og nyju, rótt eius og menn færu að klæðast í einu nýt'zku diplomat og fornum leistabrókum. Og ennþá ömurlegra verður þetta á dönsku — þótt liðugt bókmentamál sé, — svo að stundum, þegar eg les slík rit, eða jafnvel að eins sumar danskar þýðitigar á forn- ritunum, lætur það svipað í eyrum mér og ef eiuhver ætlaðl að reyna að spila tunglsskiussónötu Beethovens á hárgreiðu. Þegar á alt er litið, er ýmislegt sem á það bendir, að Fóst- bræður gætu náð meiri lýðhylli meðal íslendinga en flestar fyrri bækur G. G. En, ef til vill, er það að eins af því að hún er ekki bezta bók hans, þrátt fyrir kosti hennar. Hún er t. d. hvergi eins vel skrifuð og það, sem bezt er skrifað í þeim fyrri. Og and- inn í henni er í sjálfu sér ekki íslenzkari heldur. En það hafa ýmsir fundið bókum G, G. til foráttu, að þær væru óíslenzkar i anda. lteyndar finst mór að mönnum mætti liggja það í léttu rúmi, hvort andinn er að nafninu til íslenzkur eða erlendur, ef hann á annað borð er sá heilagi andi, sem einn getur skapað lif- andi list&verk. En sannleikurinn er sá, að andinn og þjóðlífslýs- ingarnar bæði í þessari og flestum öðrum bókum G. G. er hvorki ónákvæmari nó ósannari en gengur og gerist í skáldritum og al- ment er af þeim krafist. Hitt er anuað mál, að þess má sum- staðar sjá merki, að þær eru skrifaöar af maunl, sem sjálfur lifir ekki að staðaldri meðal þeirra atburða, sem hann lýsir. En ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.