Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 32
126
Sir George Webbe Dasent.
[Skírnir'
inga. Segir hinn ónefndi ritdómari, að þótt margir lærð-
ir íslenzkufræðingar séu á meginlandi Európu, þá haíi þó-
enginn þeirra unnið jafnmikið að því að gera almenningi
aðgengilegar fornbókmentir íslendinga sem Dasent; en
þar á hann líka við orðabókina, sem Dasent var þá a5
vinna að og ritdómarinn virðist hafa haft einhverja nasa-
sjón af. »Mr. Dasent er einn af þeim sárfáu mönnum,.
sem kunna að rita hreina, heimalna, mergjaða saxneska
ensku . . . Meira að segja, svo raikil fegurð er yfir máli
hans, að fáir, og það jafnvel af ólærðum mönnum, muniií
Ijúka við lestur ritsins, sérstaklega inngangsins, svo a5
þeir séu ekki þakklátir hinum gáfaða manni, er hefir leitt
þá um hart og hrjóstrugt land án þess að láta þá nokk-
urn tíma finna til minstu þreytu«. Kitdómarinn endar
með því að segja, að nú sé það nærri því þjóðarskylda,.
að skipaður sé prófessor í íslenzku við enskan háskóla.
Viðtökurnar, sem þessi þýðing þannig fékk þegar í byrj-
un, hafa reynst réttar, því að nú mun fyrsta útgáfan fyrir
löngu uppseld, en margar alþýðlegar og styttar útgáfur
hafa síðan komið út. Aldrei hefur þó formálinn eða inn-
gangurinn verið endurprentaðir í heilu lagi, og viðaukun-
um hefir verið slept, enda þyrfti að endurskoða það ef
ætti að prenta það á ný, því að nú er margt af því úr-
elt. En þýðingin sjálf hefir reynst fyrirmyndarrit.
Þegar Njála var komin á prent, tókst Dasent ferð á
hendur til Islands til að sjá staði þá, er hann í huganuní
hafði svo tíðum dvalið á, meðan hann var að fást við sög-
una. Eftir því sem segir í »Þjóðólfit (13. árg., nr. 31—32)'
kom liann til Reykjavikur með póstskipinu »Arctúrus« 23,
júlí 1861 og var dr. Grímur Thomsen með honum. »Mr.
Dasent ferðaðist nú til Geysis og Heklu, þá suður um Rang-
árvelli og innum Fljótshlíð, og kynti sér hina helztu staði
og örnefni, sem Njála hermir; en þaðan reið hann norður
Sand, og voru fleiri Bretar i þeim flokki og herra Grím-
ur; sögðu það surair að hann hefði farið þessa ferð hing-
að mest sakir Mr. Dasent, er hann hefir kynst við í Lund-