Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 38
132
Sir George Webbe Dasent.
[Skirnir
fékk Clarendon Press til þess að taka að sér prentunina
•og var þá Guðbrandur Vigfússon ráðinn til þess að ann*
.ast um útgáfuna. Eg hygg að Grímur Thomsen muni að-
allega hafa átt þátt í því, að Dasent komst að þeirri nið-
nrstöðu, að hann gæti ekki lokið við orðabókina upp á
eigin spýtur. I ritdómnum um Njálu hafði Grímur látið
ánægju sina í ljós yfir því, að brátt væri von á þessari
•orðabók, en jafnframt tók hann það fram, að liepp legast
mundi verða að láta Konráð Gíslason, sem svo lengi hafði
unnið með Cleasby, ljúka við verkið eða að minsta kosti
vera í ráðum með það; hversu vel sem útlendingur væti
að sér i málinu — og Dasent með þýðinííumii ht-fði sýnt
að hann væri það —, þá væri þó a finlega hætt við, að
honum yrðu ýms glappaskot á, sem imifæddur íslending-
ur mundi ekki gera; til sönnunar sínu máli beriii hann á
ýmsar villur i íslenzkum orðum, sem stóðu i iimganginum
að Njálu.
Um þetta orðabókarmál hefir verið ritað áður á
íslenzku,') og mér er ekki ljúft að rifja það upp að nýju;
en eigi verður hjá því komist að minuast nokkuð á það
hér, þvi að Dasent var við það riðinn, og hefir sumum
legið þungt orð til hans út af því. Ilann á ekki þátt í
orðabókinni sjálfri, eins og hún var prentuð, las einungis
prófarkir af fyrstu tveim örkunum, en liann skrifaði inn-
ganginn og æfisögu Cleasby’s framan við hana. Að inn-
ganginum hefir það verið fundið, að hann væri ekki vel
skrifaður eða vel viðeigandi, og er nokkuð til í því. Aðal-
tilgangur höfundarins með honum virðist að vera sá, að sýna
samlöndum sinum, hve áríðandi islenzk tunga og bók-
mentir væru fyrir málfræðina, og enska málfræði og sögu
tsérstaklega, þvi að margt í siðum, lögum og daglegu lífi
Englendinga yrði fyrst að fullu skilið, þegar það væri
borið saman við norrænar heimildir. Hins vegar getur
') Sjá, æfisögu Konráðs Gislasonar eftir prófessor Björn M. Úlsen
i Timariti hins ísl. Bókmentafélags, XII. bindi, bls. G8—71, og æfi-
sögu Gnðbr. Vigfússonar eftir Jón borkelsson skjalavörð i Andvara
XIX. ár, bls. 14.-17.