Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 48
142
Bjöm úr Mörk.
[Skírnir
hefði hann ekki verið til, hefði átt að búa hann til. Eit-
nú er Njála ekki það, sem forfeður vorir kölluðu lygisögur
en vér með tilklýðilegri virðingu skáldsögu. Njála er
saga. Og á því er lítill vafi, að Björn úr Mörk hefir verið-
til í einhverri mynd í sögusögnúm þeim, er höfundur
Njálu1) þekti, og hefir búið búi sínu á öndverðri 11. ökL
Hann er ekki tómur tilbúningur. Og samt er leyfilegt að-
skoða hann eins og hann væri það. Því eins og hanm
nú er í sögunni, er hann listarinnar verk og andleg eign
höfundarins á sama hátt og Hamlet er eign Shakespeares,
Halla Jóhanns Sigurjónssonar og Galdra Loftur síra Skúla
Gíslasonar. Um þetta er óþarft að fjölyrða. Sá sem les^-
frásögn Njálu um Björn, án þess að finna mark höfund-
arins á hverri línu, er ekki læs, þótt hann þekki alla
stafina.
Sá sanni Björn úr Mörk er sá, sem Njála segir frá.
Hann lifir. Um hann einan hirðum vér. Hvernig fyrsta
fyrirmyndin hefir verið, skiftir í raun og veru litlu máli,
Látum hina dauðu jarða sína dauðu. Kári þurfti fylgdar-
mann, sem gat verið í snúningum fyrir hann og haldifr
vörð meðan hann svaf. Það má vel vera, að þessi fylgd-
armaður hafi verið huglítill og grobbinn karl. Víst er
um það eitt, að það er likara listinni en lífinu að hafa
efni á að láta tvo jafnólíka og einkennilega menn og þá
Kára og Björn vera á ferð saman.
Það er meira að segja ekki óhugsandi, að á fyrstæ
mannsöldrunuml eftir að viðburðirnir gerðust, meðan
»Njála« var ekki annað en sundurlausar frásagnir um þár
hafi hróður þessa fylgdarmanns verið svo lítill, að alt hafi
verið gleymt um hann, nema nafnið. Eða jafnvel nafnið'
lika. Fyrsta fyrirmynd þess Bjarnar, sem vér þekkjum,
getur í raun og veru hafa verið einhver borginmannlegur
kotkarl um 1100, um það leyti, sem sagan var að steyp-
ast í heild, verða að listaverki, sögð til skemtunar með-
') Það getnr ekki spilt neinn af þvi, sem aðalatriði er í greinar-
korni þeasn, þótt eg geri ráð fyrir, að Njála sé til orðin á einfaldarf.
hátt en rétt kannTað vera.